Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 98
þessar myndir sínar á fundi blaðamanna að hann hefði getað komið í veg fyrir þessa fórn með því að hlaupa til mannsins og sparka bensínbrúsanum í burtu. „Sem manneskja vildi ég gera það, en sem blaðamaður gat ég það ekki.“ (Goodwin 1976:88) Ég tel að í þessum orðum Peter Arnetts sé að finna samskonar viðhorf íslenskra fjölmiðlamanna gagnvart viðfangsefnum sínum. Ef marka má greiningu Sigurðar Kristinssonar á siðareglum blaðamanna þá segir hann að í þeim felist krafa til fjölmiðlamanna að stuðla að heill almennings og þjóna hagsmunum skjólstæðinga sinna.4 í þessum skilningi tel ég að fjölmiðla- menn líti almennt á starfið og miðilinn sem vin í heimi grimmdar, kúgunar, ótta og annarskonar fátæktar og setji starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja í ákveðnar stellingar gagnvart viðfangsefnum sínum og áhorfendum. Fjöl- miðlamenn tala fyrir munn fólksins, oftast með því að endursegja það sem þeim er sagt og þessu er miðlað til almennings með þeim ásetningi að upplýsa hann, mennta hann um efnalega fátækt hinna, efnalega fátækt sína, leggja áhorfendum til aukin rök varðandi til ýmis málefni, auka skilning á þjóðfélaginu og þeim sem byggja það, greina frá afleiðingum valdsins og leiðrétta misrétti, segja frá grófu óréttlæti kerfisins með „úttektum“ á kerfinu eða einstaklingum. Hvort sem við skoðum myndir héðan frá íslandi um íslenskan veruleika eða myndir gerðar í útlöndum af íslendingum um útlendinga, þá verður niðurstaðan sú sama: fjölmiðlafólk virðist almennt ekki telja það skipta máli að leita eftir samþykki fólks til að mynda það. Og í ljósi þess hverra hagsmuna þeir telja sig þjóna (heildarinnar sem eru áhorfendur) og hver hin raunveru- lega niðurstaða er, tel ég að þeir bregðist því hlutverki að sýna raunverulegt líf fslendinga. Kvikmyndað fólk á íslandi Heimildamyndin Þjóð í hlekkjum hugarfarsins var sýnd í Ríkissjónvarpinu á vordögum 1993 og olli töluverðum deilum. Umræðan snérist að mestu um þá söguskoðun sem beitt var í þáttunum fjórum og var mörgum mjög mikið niðri fyrir. Sagnfræðingar urðu miður sín vegna grófra efnistaka og brota á vinnureglum í allri sagnfræði. Rætt var um að þættirnir væru afbakanir á sögunni, spilling á störfum sagnfræðinga sem hefðu í heiðri vandaðri vinnu- brögð, og gjörsneyddir röklegri hugsun. Almenningur lét einnig í sér heyra og þar af margir bændur. Þar var rætt um þættina á svolítið öðrum nótum, af meiri tilfinningasemi en sagnfræðingarnir gerðu, enda var spjótum beint að því kerfi sem þeir eru hluti af, landbúnaðinum. Talað var um þættina sem 96 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.