Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 103
leyfir Rouch viðfangsefnum sínum í myndunum ekki að taka þátt í klippingu þeirra. Það gerir aftur á móti Ástralinn David MacDougall í sumum mynd- um sínum. Þessa samvinnu má rekja til gagnrýni frumbyggja víða um heim, sem gengur m.a. út á það að segja samþykki fyrir þátttöku í kvikmyndagerð gilda fyrir allt ferlið, frá upphafi til lokafrágangs myndarinnar í klippiher- berginu). Ég vil halda því fram að íslenskt fjölmiðlafólk eigi töluvert í land með að tileinka sér þessi viðhorf Rouch, þrátt fyrir að viljinn sé fyrir hendi. Eitt er að eiga sér kenningu og markmið, annað er að framkvæma svo að vel sé. íhugið t.a.m. hvað það er sem kemur út úr viðtali þáttagerðarfólks við einhvern starfsmann í þróunarverkefni íslendinga í Afríku. Getum við gert ráð fyrir því að þessi starfsmaður segi framan við myndavélina hvað sé að þessu verkefni, hvaða ágreiningsefni megi rekja til yfirmanna verkefnisins, sem koma frá öðrum menningarsvæðum og hafa þar með oft ólíkar hug- myndir um hlutina? Ég held ekki. Vegna þessara vinnubragða er ásýnd allra íslenskra heimildarmynda frá fátækari löndum yfirborðskennd, ofurjákvæð og án allra raunverulegra átaka. Árið 1994 var sýnd í Ríkissjónvarpinu heimildarmyndin Konan sem vildi breyta heiminum. Myndin fjallar um Þóru Einarsdóttur og störf hennar í fátækrahverfi í Madras á Indlandi. Meginuppistaða myndarinnar eru svip- myndir af því sem fyrir augu hefur borið á ferð sjónvarpsmanna og þær síðan sýndar með þulartexta eða með orðum Þóru. Við fáum aldrei að sjá eða heyra það sem við getum kallað óformlegar hliðar ferðalagsins og kvikmyndagerð- arinnar þ.e.a.s. það sem Þóru og „hennar fólki" eins og hún kallar það, fer á milli eða í hvernig sambandi umsjónarmaður þáttarins er við það fólk sem á vegi þeirra verður. í myndinni fáum við aldrei að heyra Þóru tala við „fólkið hennar." Við fáum eingöngu að sjá að hún á í einhverjum samræðum við þetta fólk. Um hvað vitum við ekki. Það sem fyrir augu ber í myndinni eru mjög formlegar uppstillingar; myndatökumaðurinn tekur götu- og yfírlits- myndir, umsjónarmaðurinn gengur að myndavélinni og talar til okkar, fólk stillir sér upp fyrir framan myndavélina s.s. þegar þau heimsækja spítala fyrir holdsveika. I myndatökunni kemur ekkert á óvart. Ég vil hins vegar minnast á tvö atriði í þessu samhengi. Fyrsta atriðið snýr að ferð myndatökumanns- ins um fátækrahverfið þar sem Þóra hefur starfað. Við fáum að sjá götulífið og ærslafull börnin sem eiga þar athvarf. En við fáum einnig að sjá inn í „hreysin", eins og híbýli fólksins eru kölluð í myndinni, en myndatökumað- urinn stígur af götunni inn í þau og myndar. Eitt sinn fáum við að sjá nánast nakið barn skríðandi um í fábreyttu herbergi og nokkru síðar dormandi kvenfólk á gólfinu. Yfir síðari myndunum eru orð Þóru leikin þar sem hún er að lýsa því hvernig var umhorfs er hún kom þarna fyrst fyrir tuttugu árum, TMM 1995:4 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.