Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 20
Kristján Kristjánsson
Að kasta ekki mannshamnum
Um heimspekina í ljóðum Stephans G. Stephanssonar*
I. Óskýjuð sól
Sumir hafa það fyrir satt að sú spurning er greiðast opni fylgsni hugar manns
og hjarta sé hvaða bók hann tæki með sér til langdvalar á eyðiey. Vera má að
ég hafi svarað þessari spurningu óbeint fyrir sjálfs mín hönd í upphafi árs er
ég valdi mér lesefni að heimanfylgju til langferðar. Fyrirheitna landið var að
vísu ekki eyðiey en þó staður þar sem reynslan hafði kennt mér að samskipti
mín við annað fólk yrðu harla rýr. Ferðinni var heitið til Taívan að fylgja
tengdaföður mínum til grafar; bókin var úrval Sigurðar Nordals úr Andvök-
um Stephans G. Stephanssonar.1
Sporgenglar Búdda hola fólki ekki niður í jörðina á klukkutíma eins og
við hér heima, þar sem trega heillar ævi er þjappað saman á örskotsstund,
heldur drepa þeir sorginni á dreif með viðeigandi munkakirji og nunnu-
söngli í svo sem tíu daga áður en að sjálfri lokaathöfninni kemur. Meðan
aðrir syrgjendur lásu frá hægri til vinstri um algæsku Búdda, dag eftir dag,
las ég því Stephan G. frá vinstri til hægri. Ef til vill var loftslaginu um að
kenna; mér hefur aldrei hitnað svo mjög um hjartarætur við lestur þessarar
bókar og dagana á Taívan, jafnoft og ég hef þó tekið mér hana í hönd áður.
Það sem meira er: Mér upplukust þarna tvenns konar sannindi. Þau fyrri
voru að ég hefði aldrei þurft að gefa út ritgerðasafnið Þroskakosti því hjá
Stephani væru öll höfuðstef þess þegar lifandi komin: um ábyrgð manna á
gjörðum sínum, mannlegan þroska, hlutlægni siðferðilegra dóma og gildi
tungunnar fyrir hugsunina.2 Nær hefði verið að borga fyrir smáauglýsingu
í dagblöðum: áminningu til fólks um að lesa Andvökur reglulega. Síðari
sannindin tengdust staðblænum er lék um mig. Þrátt fyrir þröngbýlið og
svækjuna í miðjum borgarysnum, þar sem engin „óskýjuð austan sól /
uppljómar dal oghól“ (96) og „svifrúm lífs“ er „þrengt á allar lundir“ (100),
þótti mér sem ég sæi drætti Klettafjallaskáldsins marka annað hvert andlit í
manngrúanum. Krúnurakaðar nunnur lásu indversk spekimál, þýdd á kín-
versku; nýríkir spekúlantar gutu augum á gervihnattasjónvarp á varinhell-
unni milli þess sem þeir vottuðu hinum látna virðingu sína á ffamandi tungu
18
TMM 1995:4