Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 120
úr stöðugleikanum. Hún setur lesandann strax inn í umhverfi sem vísar öllu því dæmigerða sem loðir við íslenskar skáldsögur frá sér. Hún hrífur hann strax með sér inn í tímaskeið og umhverfi sem ekki virðist eiga neitt sameig- inlegt með þeim grunnformum sem íslenska skáldsagan styðst við. Og henni lýkur á lýsingu á þeirri vídd sem gæti opnast handan tvíhyggjunnar, þessu rými „handan góðs og ills". Við fyrstu sýn er þessi lýsing ekki sérlega upplífgandi: „Fyrir upphaf tímans hafði himnasmiðurinn greypt hverja hreyfingu og stunu, hvert lát- bragð og siguróp heimsslitanna í hljóðfærið; og þar sem handaverk hans sundraðist nú í frumefni sín á eldhafi sólarinnar, þá var úti um að sú atburðarás yrði nokkru sinni leikin til enda. Valdabaráttu ljóss og myrkurs var lokið" (bls. 218-219). Sagan er fryst. í stað dómsdagsins þar sem reikn- ingar eru gerðir upp og nýr tími tekur við af þeim gamla varir kyrrstaðan að eilífu. Þó svo að sagan haldi í raun áfram er sjálfur drifkraftur hennar í gyðinglegum og kristnum skilningi ekki lengur fyrir hendi: stefnan að fullkomnun sögunnar, að dómsdegi, endurkomu Krists eða fæðingu Mess- íasar. Því hin táknræna kyrrstaða, frysting alheimsgangverksins, byggir á söguvitund sem gengur út frá hinni stefnubundnu, línulegu sögu. Atburð- irnir, „efnið í sögur og ljóð", eiga sér stað vegna þess að tveir kraftar, gott og illt, vinna hvor gegn öðrum í baráttu sinni um mannsvitundina á meðan sagan æðir áfram í átt að fyllingu sinni í sjónarspili heimsslitanna eða komu Messíasar. Það sem skiptir máli er ekki að sagan heldur þrátt fyrir allt áfram, heldur að þeir sem taka þátt í henni þykjast sjá að hún standi í stað. Endir sögunnar er hinn hljóði dómsdagur hinna „afhelguðu" sekúlaríseruðu tíma þegar hinna stóru atburða sem grípa inn í gang hennar er ekki lengur að vænta.8 Enginn ytri kraftur stjórnar rás sögunnar og því virðist sá stöðugleiki sem þjóðfélags- og efhahagskerfi Vesturlanda hafa komið á, vera endalok allrar hreyfingar. Hugmyndin um hreyfingu í átt til markmiðs hefur ekkert gildi lengur. Engir kraftar virðast geta gripið inn í söguframvinduna og breytt henni. Tilfinningin fyrir stöðnun sögunnar er vitneskjunni um áframhald hennar yfirsterkari. Formgerð skáldsögunnar byggist á þremur sviðum: sviði sögumannsins (Gólemsins), hinu frumspekilega sviði englanna og demónanna og hinu sögulega sviði íbúanna í smábænum Kiikenstadt í Neðra-Saxlandi í Þýska- landi nasismans. Það er á þessu síðasttalda sviði sem sagan stöðvast, mitt í seinni heimsstyrjöld, en á því eru einnig tvær aðalpersónur sögunnar: unga stúlkan Marie-Sophie og gyðingurinn Löwe. Verurnar tvær sem að endingu brjóta hlekki kyrrstöðunnar og skapa nýja mann. Öll þessi þrjú svið byggja að einu eða öðru leyti á trúfræðilegum og dulspekilegum textum. Þetta á ekki aðeins við tvö fyrstu sviðin heldur er sagan af sérkennilegu ástarsam- 118 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.