Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 97
„annars vegar að stuðla að heill almennings og hins vegar að þjóna hags- munum skjólstæðinga sinna. Sé allt með felldu fer þetta tvennt saman, því að það er hlutverk hverrar starfsgreinar að styrkja almannahag með því að gagnast skjólstæðingum sínum sérstaklega. í ljósi þessa blasir við að skylda [fjölmiðlamanna] er fyrst og fremst við almenning." (1991:52-3. Letur- breyting í frumtexta). í Morgunblaðinu 14. október 1992 segir t.a.m. í Víkverja um umhverfisþætti sem sýndir voru á Stöð 2: „Vissulega lofar [fyrsti þátturinn] góðu og var . . . samvinna og samspil, til fyrirmyndar, svo og kvikmyndatakan, góður texti og vel valin tónlist. Það verður spennandi að fylgjast með þessari þáttaröð, sem fjallar um efni sem œtti að vera okkur [íslendingum] öllum ofarlega íhuga — aðskila landinu okkar í hendur næstu kynslóða, jafngóðu eða betra enþað varþegarvið tókum viðþví." (leturbreyt- ing mín). Ef marka má þessa tilvitnun þá lýsir hún óskum um hugarástand sem íslendingar ættu að hafa, en hafa ekki. Að sama skapi mætti ræða um fjölmarga viðtalsþætti í sjónvarpi sem gerðir hafa verið í gegnum árin s.s. eins og Maður er nefndur sem sýndur var í mörg ár í Ríkissjónvarpinu. í þessum þáttum voru dregnir fram á sjónarsviðið „litríkir" einstaklingar sem höfðu ýmislegt „fram að færa" og voru „þjóðlegir" í alla staði. „Hversdags- maðurinn" og líf hans átti ekki upp á pallborðið í þeim þáttum og má í framhaldi af því spyrja hvort fjölmiðlamenn hafi og séu í dag að uppfylla grundvallar skyldur sínar við skjólstæðinga sína (sem er að upplýsa almenn- ing um raunveruleikann) með því að framleiða efni sem stendur daglegri reynslu íslendinga fjarri? í siðferðilegum efnum reynir íslenski fjölmiðlamaðurinn að vera réttlátur, óvilhallur, og eins og segir í Siðareglum blaðamanna, forðast allt „sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." (Sigurður Kristinsson 1991:183). Ein leið til þess að gegna þessari skyldu er að „standa fyrir utan" líf fólks eða atburði, vera ekki hluti af þeim. Ef hægt er að tala um staðlaða ímynd fjölmiðlamanns þá er hún eitthvað á þessa leið: Hann er harður í horn að taka, gagnorður, vinnur hratt, tekur sér kennivald og áhættur. Hann er jafnframt réttlátur og nákvæmur. (Goodwin 1976:84) Samúð reynist ekki hluti af þessari stöðluðu ímynd sem dregin var upp. Hefur því raunar verið haldið fram að samúð sé orð sem er andstætt hefðum í fjölmiðlun. Fjölmiðlamaðurinn á að vera hlutlaus áhorfandi, en ekki þátttakandi í lífi fólks eða sögulegum atburðum. (Goodwin 1976:83) Það sem hér um ræðir er baráttan milli samúðar og þátttöku annars vegar og hlutleysis hins vegar. Dæmi um þessa togstreitu, milli þess að vera hlutlægur eða hlutdrægur, eru myndir Peter Arnetts úr Vietnam-stríðinu. Peter Arnett tók myndir af Buddha-múnki árið 1963, sem framdi sjálfsmorð með því að hella yfir sig bensíni og kveikja í sér. Peter sagði frá því 1971 um TMM 1995:4 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.