Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 49
Persónur leiksins eru og látnar beita fyrir sig einskonar kenningum. Skip víkinga hlaupa eftir „svana vegi" til írlands. En notkun kenninga er stundum undarleg — í þessum texta hér eru „hestar hafsins" ekki skip heldur öldur: Hvítir hestar hafsins ýfa í heift sitt fax bíða þess að hetjur spenni þá fyrir skipin. Og þegar líkt er eftir drápu í orustulýsingu eru óvinir ekki brytjaðir fyrir úlf og örn eða sendir Óðni heldur er myndmálið kristið að hálfu leyti: Spjót vor sungu messu Skotum rauðhærðum marga mikla kappa lögðum við að velli. Á einum stað er þess getið að vitnað sé beint í orð Egils Skallagrímssonar („manstu orð Egils") og er útkoman þessi: Ég dyl það eigi djörfum mönnum að til einskis rís hver gegn örlögum sínum. Og reyni nú hver sem vill að finna þessum orðum stað í Eglu. Altént er hér að fínna gott dæmi um það hvað getur gerst á langri leið í þýðingum og endursögnum — úr íslensku á sænsku, þaðan á þýsku og loks rússnesku. Þar til eftir stendur texti sem minnir óneitanlega mest á endursögn efnis skálda- kvæða fyrir nútímamenn sem eiga það á hættu að týnast í kenningum römmum og fornum. IV Þá er að snúa sér að þeirri spurningu sem áður var ýjað að: hvernig stóð á því að Maxím Gorkíj og heimur víkinga mætast á frægu byltingarári með þeim hætti sem að ofan var frá sagt? Gorkij hefur sjálfur gefíð einskonar skýringu á tiltækinu í bréfi til M. F. Andrejevu. Það er skrifað í október 1915 og er því amk. tveim árum eldra en textabrotin sem nú var um fjallað. En þar segir: TMM 1995:4 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.