Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 111
Ný skynsemi Einar Kárason: Kvikasilfur Fyrstu skáldsögur Einars Kárasonar, eins og Þar sem djöflaeyjan rís (1983) og Gulleyjan (1985) voru um margt merkilegri og djúpristari nýjung í íslenskri bókmenntasögu en oft er haldið fram. í þeim er sagt skilið við grunnsögu obbans af íslenskum frásagnarbókmenntum áratuganna þar á undan, bókmennta sem snerust að mestu um að takast á við þann trega sem hlaust af hvarfi gömlu þjóðfélagsskipunarinnar og innlimun íslensks efna- hags og íslenskra stjórnmála í hernaðar- og efnahagsskipan kalda stríðsins. Þessi tregi var ein af ástæðunum fyrir því að hinn frelsandi máttur hins nýja efnahagsástands effirstríðsáranna, tímabils uppgripanna, varð aldrei fyrir- ferðarmikið viðfangsefni í bókmenntunum. Sú mynd sem blasir þar við er mynd firringar, efnistrúar, siðferðilegrar hnignunar og hvarfs menningar- verðmæta.4 Andspænis þeim var síðan stundum settur valkostur, hið sanna, fagra og góða sem spornaði við hnignuninni eða þá að hið pólitíska inntak átti að vísa veginn út úr ósköpunum. Snjöllustu textar tímabilsins bjóða upp á aðrar túlkanir, verk módernistanna koma hér strax upp í hugann, en viðtaka þeirra var að miklu leyti byggð á þessum siðferðilegu og pólitísku hugmyndum.5 Það var ekki fýrr en í lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda sem raunveruleg aðdáun á þessu uppgripatímabili skaut upp kollinum. Nýjung- in í frásagnarlist þeirra Einars Kárasonar, Einars Más Guðmundssonar og að vissu leyti einnig Ólafs Gunnarssonar, fólst ekki síst í því að þessir höfundar sóttu sér efnivið í sögulegan veruleika sem var í grundvallaratriðum sá sami og eldri höfundar höfðu stuðst við, en settu hann ekki í siðferðilegt samhengi tregans, heldur lýstu honum sem „opnu“ tímabili, barmafullu af möguleik- um. Það mat sem lagt er á tíðaranda sjötta áratugarins í Drekum ogsmáfugl- um eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og Þarsem döflaeyjan rís eftir Einar Kárason sem báðar komu út árið 1983, gæti vart verið ólíkara. í skáldsögu Ólafs er gildum nægjusemi, heilsteypts persónuleika, menntunar, menningar og gamalla hefða teflt gegn efnishyggju og siðferðilegri „hnignun“ eftirstríðsár- anna. Hjá Einari er á hinn bóginn borgaralegi siðferðismælikvarðinn settur til hliðar og eftirstríðsárin gerð að gróteskum suðupotti þar sem nýir mögu- leikar og nýir straumar leika um samfélagið, opna það og breyta því. Ýkju- kennd frásögnin segir skilið við félagsleg túlkunarlíkön eða borgaraleg gildi. Hún stendur einfaldlega á sínum eigin lögmálum sem forðast að troða atburðunum inn í ráðandi skýringarmyndir félagsvísinda eða hefðbundinn- ar menningargagnrýni. Hin nýja alþýðumenning er skilin jákvæðum skiln- TMM 1995:4 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.