Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 113
uppurið. Skáldsögur Einars frá tíunda áratugnum eiga líkt og Eyjabálkurinn allt sitt undir sælulandi frásagnarlistarinnar, hinum kraumandi atburðapotti uppgripanna, en þær eru fyrst og fremst gagnrýni á hann. Þessar sögur halda í raun uppi linnulausum árásum á lífæð sína. Og ef gagnrýnin á athafna- mennina og framkvæmdavitleysuna er hið eiginlega viðfangsefni Kvikasilf- urs og Heimskra manna ráða, þá mætti einnig snúa því við og segja að þessi gagnrýni verði athafnafrásögnunum að bráð. Sögurnar eru sagðar til þess eins að verða gerðar að engu, til að verða gagnrýndar sem „æði" og vitleysa, en stöðugleikaramminn sem gagnrýnin gengur út frá getur á hinn bóginn ekki starfað án allra æðissagnanna. Þvíverðatengslgagnrýninnarogviðfangs- efhis hennar að einskonar eilífum borðtennisleik. Það er ekki hægt að komast út úr þessum eilífa umsnúningi gagnrýninnar og þess sem er gagnrýnt. Frelsi skáldsagna eins og Djöflaeyjunnar fólst ekki síst í því að þessu víxlverkandi og lokaða sambandi gagnrýni og viðfangsefnis var hafnað. Það var sett til hliðar og við það opnuðust nýjar leiðir til að segja sögu, til að fást við viðfangsefni sem höfðu verið skilin mjög einhæfum skilningi um langt skeið. En nú blasir við einskonar hugsanafangelsi sem dregur furðulega mikinn dám af því hvernig orðræðan um stöðugleikann er notuð í textum stjórnmálamanna og efnahagssérfræðinga. Stöðugleikinn er orðinn til vegna kreppu sem varð til vegna óráðsíu sem er nauðsynleg til þess að skilgreina stöðugleikann. Án óráðsíu er enginn stöðugleiki. Þannig er heldur engin gagnrýni á athafnaæðið möguleg án athafnaæðisins. Frásögn og gagnrýni bíta sporð hvorrar annarrar. Þetta virðist vera pattstaða æði margra íslenskra skáldsagna á ári stöðugleikans, ekki bara Kvikasilfurs. Listin og peningarnir Hallgrímur Helgason: Þetta er allt að koma Ferðin frá sjötta áratugnum inn í þann tíunda, ferðin frá umbrotunum til stöðugleikans, er eitt meginviðfangsefni skáldsögunnar Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Hafi stöðugleikinn verið settur til jafns við aukna skynsemi í Kvikasilfri, þá fer lítið fyrir svo jákvæðri túlkun í þessari sögu. Þegar numið er staðar í nútíðinni blasir við mynd hinnar fullkomnu stöðn- unar. Ekkert er á hreyfingu lengur. Allt hefur lognast út af í borgaralegri lognmollu: „Allt er í öruggum höndum, tilviljun bundin í belti. Mistök mannkynssögu leiðrétt með lagasetningu. Til að stemma stigu við. Fyrir- byggjandi aðgerðir. Forvarnarstarf' (bls. 409). Þessi lokatónn er niðurstaðan af frásögn sem öll snýst um sigurgöngu hinnar borgaralegu meðalmennsku. TMM 1995:4 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.