Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 114
Saga „listakonunnar" Ragnheiðar Birnu er saga af hjákátlegri tilraun ís- lenskrar, nýríkrar borgarastéttar til að skapa sér menningarlega sjálfsmynd. Saga sem endar aðeins með staðfestingu þess að listin sé í raun ekki til nema sem söluvara og skraut í stofum. Listin var aldrei meira en peningarnir sem þessi stétt náði í með „uppgripum". Hún hefur enga tilvísun til frumspeki- legra, þjóðfélagsgagnrýnna, þekkingarfræðilegra eða siðferðilegra gilda: hún er aðeins sitt eigið skiptigildi. Og hafi menn í gegnum árin reynt að breiða yfir þennan efnahagslega grunnþátt hennar, þá barði efnahagsvæðing hug- arfarsins á níunda áratugnum það endanlega í gegn að menn gátu ófeimnir litið á hana sem hverja aðra söluvöru. Listamennirnir sem Hallgrímur lýsir eru fyrst og fremst sölumenn. Vinna þeirra fellur eins og flís við rassinn á hinni nýju vinnutilhögun upplýsingasamfélagsins. Listamennirnir eru á engan hátt frábrugðnir öðrum þjónustustéttum. Þeir ráða ekki yfir neinum grundvelli sem gerir þeim kleift að gagnrýna samfélagið eða breyta því. Þeir hafa enga burði til að sinna spámannsskyldum snillingsins eða boða ný gildi; ekkert af því sem hin rómantíska og seinna móderna fagurfræði ætlaði listamanninum. Listafólkið er bara enn einn liðurinn í fjölmiðla-, upplýsinga og afþreyingarframleiðslu samtímans. Listamaðurinn er í raun jafn þarfur eða þá óþarfur og hver önnur stétt. Hann hefur ekkert tilkall til sérstakrar köllunar, gáfu eða hlutverks. I Þetta er allt að koma er haldið uppi hvassri gagnrýni á þetta samfélag, þessa gerfilistamenn og raunar alla fagurfræði nútímans. Þess vegna spannar sagan yfir mjög vítt svið, skopstælir hóp fólks sem flestir kannast við og beitir fyrir sig lifandi tungumáli samtímans, leikur sér með það og snýr upp á það til að ná utan um ólík svið samfélagsins. Helsti styrkur þessarar bókar eru þessir tungumálsleikir. Bókin grípur til óteljandi orðræðutegunda og stíl- gerða, hendir á lofti talmál, slettur og týpíska frasa og býr til mjög taktfasta hrynjandi úr þessari blöndu sem opnar og sprengir upp þann eilítið fastnjörvaða málheim, það ritmál sem loðir svo við íslenskan prósa. í textanum er fyrir hendi næmi fyrir blæbrigðum í talmáli og stíl sem sjaldgæft er að sjá í hérlendum skáldsögum. Það er stundum eins og hin geldandi hönd íslenskudeilar Háskóla íslands hafi endanlega bannfært öll frávik frá stand- ardíslenskunni sem er rituð utan á mjólkurfernurnar hjá MS og að höfundar veigri sér við að skrifa annað en það sem þar stendur, hafi þeir á annað borð þá máltilfinningu og þá hugsun sem nauðsynleg er til að valda slíkri mál- leikni. Texti Hallgríms er áreiðanlega best heppnaða tilraun íslensks rithöf- undar á seinni árum til að veita „röddum" nútímaheimsins inn í íslenskan prósa. Það er því þeim mun sorglegra að öll þessi athyglisverða og merkilega uppáfinningasemi er að endingu kæfð af hinni rígbundnu og niðurnjörfuðu formgerð bókarinnar. 112 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.