Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 86
böoi- n.-z.yo> hage; hið bernska auga, augað sem gefur sér engar forsendur fyrirfram, hvorki um sjónsvið sitt né um það sem innan þess fellur. „Hversu marga regnboga getur ljósið skapað hinu óagaða auga?" spyr Brakhage — Hve marga liti sér reifabarnið þar sem við sjáum aðeins einn og hversu mikill litur er hann „þessi eini" í raun? Hvort sjáum við fremur/yn'r okkur, hugtakið eða litinn / litina, þegar við fullyrðum að grasið sé „grænt"? Og hvort sjáum við í raun, hugtakið „grænt" eða litinn, þegar við horfum á grasið sjálft, þ.e.a.s. þegar við lítum til grassins með augum sem hafa verið „skóluð til" af meðvitaðri, málrænni hugsun? Hvernig gæti, með öðrum orðum, skynjun okkar verið ef hugtök og orð væru ekki til? Það er að sjálfsögðu engin nýlunda að aðdáendur sjónlista (sem og annarra „mállausra" lista) „andskotist" út í orðin. Þótt Brakhage fari oft mikinn er fjandskapur af þessum toga þó ekki höfuðatriðið í hugsun hans — sem sést kannski best á því að hversu oft (og vel) hann hefur reynt að koma þeirri hugsun til skila á pappír. Fyrst og fremst lítur hann þó til kvikmyndarinnar sem miðlunartækis þeirrar „augnhugsunar" eða „sjón- ræðu" sem hann vill færa fram. í augum Brakhage er kvikmyndin hvorki eftirmynd né fingrafar veruleikans enda er hún ekki búin til úr „myndum" í hefðbundnum skilningi. Meginatriðið er ekki hvað hún sýnir heldur hvað hún sér. Kvikmyndin er ekki nein sú myndlíking sjónaúnnar sem orðin geta í besta falli orðið, heldur holdgervingur hennar eða birtingarmynd. Kvik- myndin birtir okkur sýn hins óagaða auga, og er eini miðillinn sem er fær um það — vegna þess að hún er þessi sýn bæði í og að verki. Kvikmyndin líkir ekki eftir sjóninni heldur afhjúparþá möguleika sem í sjónskynjuninni felast. Tilgangur hennar er þó meira en að lýsa þessum möguleikum. Hún á að sýna fram á þá í verki þannig að augnhugsunin eflist og augað sjálft nái að spanna allt það sjónsvið sem því ber. Brakhage bendir jafnframt á, að hefðbundnar kvikmyndir auðgi ekki sjónskynjun okkar svo neinu nemi, þrátt fyrir ýmis konar fagurgala í þá veru. Þar er ekki eingöngu við efni þeirra (leiknar sögur, heimildalýsingar) og starfsaðferðir (tilbúin glansveröld, hlutlaus / huglaus? skráning) að sakast heldur einnig við tœknina sjálfa sem hönnuð hefur verið til að koma þessum fyrirbærum á framfæri. Hin nákvæma, hnífskarpa sýn kvikmyndatökuvél- arinnar er þannig, með öðru, þyrnir í hans augum: Og hér, einhvers staðar, höfum við auga sem getur ímyndað sér hvað sem vera vill. Og síðan höfum við auga myndavélarinnar, með linsum sínum fínslípuðum til að endurskapa fjarvídd 19. aldar vestrænnar myndbyggingar [...] með stöðluðum myndatöku- og sýningarhraða sem skrásetur hreyfingar í takt við innlifun hins lýtalausa hæga Vínarvals [...] og með litfilmu sinni framleiddri[,] 84 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.