Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 41
Nokkru fyrir aldamótin hafði borið á vaxandi andúð gömlu innflytjend- anna á þeim nýju, bæði vegna þess hve þeir síðarnefndu voru fjölmennir en einnig vegna þess að þeir voru af öðrum uppruna. Þessi andúð birtist meðal annars í fjölda opinberra rannsókna sem áttu að leiða í ljós menntunarstig, vinnusemi, verðmætamat, glæpahneigð og jafnvel líkur á geðveiki meðal innflytjenda af ólíku þjóðerni. Skýrslur þessar leiddu til þess að sett voru lög árin 1917 og 1920 sem tryggja skyldu lágmarksmenntun þeirra sem fengu landvistarleyfi og takmarka þar með straum nýju innflytjendanna. Spurn- ingin var, eins og einn forsvarsmaður The Boston Immigration Restriction League (samtök um takmörkun innflytjenda) orðaði það, hvort landið ætti að „vera byggt fólki af breskum, þýskum og norrænum uppruna, sjálfstæðu, ffamtakssömu og framsýnu fólki, eða af slavneskum, suðrænum, og aust- rænum kynstofnum; frumstæðu, frumstæðu og framtakslausu fólki“.15 Allen French var sjálfur af ætt gömlu innflytjendanna. Forfeður hans sigldu frá Englandi til Bandaríkjanna árið 1636 og höfðu niðjarnir búið óslitið í Massachusetts síðan.16 Skrif French um „hinn norræna mann“ benda til að hann hafi litið á íslendingasögurnar sem einskonar tákn er gæti sameinað þjóðarbrot gömlu innflytjendanna og sýnt jafnframt fram á yfir- burði þeirra gagnvart nýju innflytjendunum. Markmið hans er ekki að troða hetjubókmenntir Grikkja og Rómverja í svaðið. Ljóst er af formálanum að honum þykir mikið til þeirra koma. Atlaga hans beinist fremur að mannorði suðrænna innflytjenda; hann notar vitnisburð Njáls sögu til að kasta rýrð á heiðarleika, gestrisni og vinnusemi þessa fólks. Að því leyti eru textatengsl milli Heroes of Iceland og rannsóknanna sem gerðu grein fyrir lífsháttum fátækra, ómenntaðra innflytjenda í Bandaríkjunum á fýrstu árum þessarar aldar.17 Frá öðru sjónarhorni er einnig augljós skyldleiki milli Allen French og fjölmargra annarra vestrænna rithöfunda sem endurrituðu Eddur og íslend- ingasögur á nítjándu og fram á tuttugustu öld með þjóðernisleg markmið f huga. Á þessu tímabili leituðu flestar Evrópuþjóðir að hentugri sjálfsmynd — eins konar forföður — sem réttlætt gæti tilveru þeirra og þjappað fólki saman. Margvísleg viðhorf og hugmyndir kristölluðust í viðtökum á íslensk- um bókmenntaarfi, svo sem lífssýn rómantíkurinnar, lögmálsbundin sögu- sýn í anda Hegels og nýjar fræðigreinar á borð við samanburðarmálfræði. Innan þessa flókna textarýmis varð íslenski víkingurinn að forföður breska nýlenduherrans, Freyr að frummynd hins hreina aría Þriðja ríkisins, Gunn- arshólmi tákn íslenskrar ættjarðarástar og tungutak Egils Skallagrímssonar undirstaða norskrar málhreinsunar. Danskir andspyrnumenn í síðari heimsstyrjöld sóttu sér meira að segja innblástur í sögur af herskáum TMM 1995:4 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.