Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 61
um slóðir. Jú, hét hann ekki Getsamene, olíupressunargarður? Það skipti ekki máli. Þeir slöngruðu tólf saman — hver var það nú aftur sem vantaði? — innan um ilmandi ólívutrén, syngjandi, hlæjandi, spýtandi, blótandi. Jóhannes sagði klúran brandara um tvær systur í Betaníu og dauðan bróður þeirra, og þeir hlógu, allir nema Jakob bróðir hans, sem hafði margsinnis heyrt skrýtluna og geispaði bara, með brauðmylsnu enn í skegginu. Hann stakk upp á að þeir settust niður á einhverjum balan- um þarna; gras var hreinn munaður í þessu grábölvaða örfoka landi. Þeir lögðust niður hver af öðrum; sumir nörtuðu í strá, aðrir geisp- uðu. Vínið var að þrjóta úr krúsinni góðu og Jóhannes, ætíð skapgóð- ur, stakk upp á, að hann þynnti það með vatni úr lindinni örlitlu ofar í hlíðinni. „Ef það væri nú bara hægt að breyta vatni í vín", rumdi í Andrési, „mundi ég leggja það á mig að klífa þarna upp eftir og baða mig." „Ég vil komast aftur á bátinn minn", tautaði Pétur með heimþrá, augun lukt og sterkir hærðir handleggirnir krosslagðir, „ég vil komast heim, ég hef ekkert að gera hérna í borginni, ég á ekki heima hér." „Þið eruð aumkunarverðir", sagði Jóhannes iðandi af fjöri, sem stakk í stúf við sinnuleysi hinna, og bætti við: „Ég sæki vatn. Komdu með mér." Hann hnippti í Jakob bróður sinn. „Pétur hefur meiri þörf á göngunni en ég", maldaði Jakob önugur í móinn, en stóð þó letilega upp. Pétur rifaði augun. „Varst þú eitthvað að finna að vaxtarlagi mínu?" rumdi hann illúðlegri bassaröddu. „Ég get hlaupið þig af mér hvenær sem er." „Sannaðu það, hlunkur." Jakob spyrnti ilskónum vægt til hans, en Pétur þreif snöggt um ökkla hans og felldi hann næstum. Síðan spratt hann furðu fljótur á fætur og skundaði nokkurn spöl. „Hlunkur?" kallaði hann gáskafullur innan úr rjóðri, „hlunkur? Drattastu sjálfur úr sporunum, letiblóð." Jakob og Jóhannes röltu á eftir Pétri og hann horfði á eftir þeim þremur. Skyndilega fann hann hvöt hjá sér til að teygja úr ganglimun- um. Hann reis á fætur. „Bíðið", kallaði hann á eftir þeim, en þeir voru komnir úr kallfæri. „Hvaða bannsettur hávaði er þetta?" bölvaði Filippus í svefnrofunum; flestir hinna voru þegar sofnaðir. TMM 1995:4 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.