Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 39
frásagnarinnar. Það sem French varðveitir úr sögunni á annað borð er hins vegar tekið svo til orðrétt upp úr þýðingu Dasents. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð. Allen French endurskrifar ekki bara texta sögunar sjálfrar heldur líka skýringartexta Dasents. Uppbygging skýringarefnisins er svipuð í báð- um útgáfum; fyrst standa formálsorð, síðan kemur efnisyfirlit, næst inngangur og loks upp- lýsingar um tímatal og fleira. Þarna má enn- fremur finna umtalsverð efnisleg tengsl — inngangur og viðaukar Dasents eru augljóslega helsta heimild French um Njáls sögu og íslenska menningu til forna. Ólíkir titlar gefa á hinn bóginn vísbendingu um muninn á þessum tveimur verkum. Heroes oflceland tilheyrir, þrátt fyrir allt, öðrum menningarheimi en The Story ofBurnt Njal og skapar þar af leiðandi annars konar textatengsl. í formála að verki sínu setur French fram þá heimssögulegu kenningu að mannkynið hafi reglulega endurnýjað æskufjör sitt við vöxt og uppgang nýrra kynþátta eða þjóða. f hvert sinn sem ný þjóð efldist og þroskaðist urðu til sagnir um hetjuskeiðið í sögu hennar. Því til staðfestingar telur French upp hetjubókmenntir Grikkja, Rómverja, Frakka og Breta, þ.e. verk Hómers og Virgils, sem og frásagnir af Karlamagnúsi og Artúri konungi. Markmið hans er finna Njáls sögu stað við hlið þessara verka á bókahillu bandarískra lesenda, enda megi sjá á íslandi tíundu aldar sögulegt og landfræðilegt framhald þeirrar þróunnar sem hófst á Grikklandi með Hómer.10 French virðist, með öðrum orðum, hafa svipaða sýn og Dasent á sögu vestrænnar menningar og stöðu Njáls sögu innan hennar; munurinn er sá að Dasent vill flokka söguna með sagnfræðiritum, French vill flokka hana sem hetjubók- menntir. Báðir reyna að tengja Njálu verkum sem væntanlegir lesendur þekkja og halda í heiðri. Þegar til á að taka reynist French þó ekki fyllilega sannfærður um að Heroes oflceland jafnist sem bókmenntaverk á við Hómerskviður eða Eneasarkviðu Virgils. Hann gefst samt ekki upp, heldur snýr sér tvíefldur að því að sýna framá hvernig Njáls saga eigi efnislega sérstakt erindi við Bandaríkjamenn, enda dragi hún upp mynd af hinum norræna manni, hálf-forföður okkar, eins og hann var í sínu náttúrulega umhverfi. Við kynnumst færni hans á sjó og störfum hans á landi, trúarsiðum hans, bæði fornum og nýjum, TMM 1995:4 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.