Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 40
svo og lögum hans og hefðum [. . .]. Það að hann hafi verið eins
og hann var skýrir að nokkru leyti að við skulum vera eins og við
erum: því með litlum frávikum er hann fulltúi allra hinna fornu
germönsku þjóða. Með því að skoða mynd hans geta Norðurlanda-
búinn, Englendingurinn, Þjóðverjinn og innfæddi Bandaríkja-
maðurinn sem nú eru á dögum kynnst þeim sterka stofni sem þeir
spretta af.11
í sinni saklausustu mynd gefa þessi orð til kynna að Heroes oflceland eigi að
koma í stað þeirra hetjubókmennta sem Bandaríkjamönnum hefur sjálfum
láðst að skapa. Þeir voru einmitt sú þjóð sem síðast hafði endurnýjað
æskufjör mannkynsins.12 Samkvæmt því mætti æda að French hafi hugsað
með sjálfum sér: Gott og vel, kæru landar — Grikkir eiga Hómer en við
eigum að minnsta kosti Njálu.
Gamlir og nýir innflytjendur
Tilgangur Allen French kemur hins vegar betur í ljós þegar hann segir
manngildishugsjón Njálu taka öðrum hetjubókmenntum fram. Eftir að hafa
nefnt „heiðarleika, gestrisni, vináttu, vinnusemi, sterk fjölskyldubönd [og]
virðingu fyrir konum“ sem nokkur dæmi um göfgi „hins norræna manns“
lýsir hann nánar hinu germanska hugrekki:
Hugrekkið er hinn mikli mannkostur kynstofns okkar — ekki
hugrekki Grikkja, sem bresta í grát og flýja án þess að blygðast sín,
heldur stöðuglyndi manna sem trúa á mátt sinn og megin, hvað
sem á dynur. Að þessu leyti eru hinar norrænu hetjusagnir hátt
hafnar yfir þær suðrænu, því að mennirnir í Illíonskviðu, Odysseifs-
kviðu og Eneasarkviðu standast hvergi þær kröfur sem germönsku
kynstofnarnir gera til hetjudáða.13
Til skilnings á þessari tilvitnun er vert að hafa í huga að French ritar inngang
sinn á tímabili þegar mikil aukning og afdrifaríkar breytingar verða á straumi
innflytjenda. Fram til ársins 1883 höfðu um 95% innflytjenda komið frá
Englandi, írlandi, Skotlandi, Wales, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi,
Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi hópur er oft nefndur gömlu innflytjen-
durnir. Árið 1907, tveimur árum eftir útgáfu bókar French, flyst hins vegar
81% innflytjenda ffá Austurríki-Ungverjalandi, Búlgaríu, Grikklandi, Ítalíu,
Montenegro, Póllandi, Rúmeníu, Rússlandi, Serbíu, Spáni, Sýrlandi og Tyrk-
landi. Þessi hópur er nefndur nýju innflytjendurnir.14
38
TMM 1995:4