Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 112
ingi. Hún er frelsandi afl í samfélagi þar sem „allt getur gerst". Hinni efnislegu, hedónísku uppfyllingu óskanna er aldrei teflt gegn neinu siðferði- legu gildismati heldur er hún þvert á móti gerð hluti af stærri og umfangs- meiri „opnun" samfélagsins. Djöflaeyjan verður að frásögn af frelsi. Þessi frelsis- og uppgripatími er einnig umgjörð nýjustu skáldsögu Einars, Kvikasilfurs. Þetta er íyrst og fremst saga af „afhöfnum". Athöfnum sem eru órjúfanlegur hluti af þjóðfélagi möguleikanna og uppgripanna þar sem ákvarðanir eru ekki teknar með hliðsjón af áætlunum heldur vegna óvæntra sviptivinda og duttlunga. Þær eru táknmynd þess tíma þegar bláfátækir alþýðumenn, líkt og Bárður Killian, ein höfuðpersóna bókarinnar, geta komist í feitt ef þeir eru nógu útsjónarsamir. En þessar athafnir eru þegar upp er staðið allt annað en frelsandi. Þær leiða í besta falli ekki til neins en oftar leiða þær þó til ógæfu, brjálæðis og enn meiri fátæktar. í stað þess að vera tákn um frelsi eru þær sífellt spyrtar saman við æði, geðveiki og vímu. Ýkjurnar í frásögninni vísa ekki á hina grótesku gerjun lífsins í fátækrahverf- um Reykjavíkur, líkt og í Djöflaeyjunni, þær vísa fyrst og fremst á æðið: „nú fór Bárður að taka til hendinni, með meiri starfsorku en nokkru sinni fyrr, hann vann sextán til átján tíma á sólarhring alla daga vikunnar, og dreymdi um peningamál þann stutta tíma sem hann svaf á nóttunni" (bls. 36). í fyrri hluta skáldsagnatvennunnar um Killiansfjölskylduna Heimskra manna ráð (1992) gerði Einar tilraun til að skýra athafnaæðið út frá söguleg- um og félagslegum þáttum, líkt og Guðmundur Andri Thorsson gerði í skáldsögunni íslenski draumurinn (1991), þar sem „æðið" var rakið til „tilbúins" draumveruleika stjórnmála og efnahags. Þessar skýringartilraunir eru ekki jafn fyrirferðarmikill þáttur í Kvikasilfri en engu að síður er ljóst að líkt og í Heimskra manna ráðum er Einar hér að gagnrýna þetta æði, þessa sviptivinda uppgripanna. Hann teflir fram mótvægi við þessa loftkenndu vitleysu sem er hinn jarðbundni sögumaður Halldór Killian og frásögn hans. Að vísu lifir þessi sögumaður á sagnatilbúningi athafnanna og æðisins en hann er engu að síður fulltrúi nýrrar skynsemi sem reynir að festa rætur í þeim stöðugleika sem rís af kollsteypu athafnamannanna. Á grundvelli þessarar nýju skynsemi er hægt að vega og meta fortíðina og gera upp reikninga við tímabil uppgripanna. Tímar uppgripanna eru liðnir og það eina sem þeir áorkuðu var vitleysa, glundroði og geggjun. Stöðugleikinn sem leysir þá af hólmi er á hinn bóginn tími upplýsingar og íhugunar þar sem viðhorf og verk eftirstríðsárakynslóðarinnar eru vegin og metin og blindgöt- ur hennar gagnrýndar. Hann er hið ódrukkna ástand athafnafíklanna. En þó svo að stöðugleikinn sé útgangspunktur gagnrýninnar, þá er ekki verið að segja söguna af honum í Kvikasilfri heldur af uppgripum og athöfn- um sem mistakast. Þegar þessari hrakfallasögu lýkur er hið frásagnarverða 110 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.