Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 63
Líkt og á flugi horfði hann yfir gróðurvana og eyðilegt landslag: Upp úr gulleitri og birtu baðaðri mörkinni reis hæð með hellisskútum í hlíð sinni, svo hún minnti örlítið á hauskúpu, ekki ólíkt þeim hól, sem var hér rétt utan við Híerósalem og hét Golgotha, Hausaskeljahæð. Hann sveif inn yfir háhæðina, þar sem einmana vindsveipar þyrluðu upp gulum sandslæðum, og kom auga á svarta díla. Er nær dró sá hann, að þessar þústir voru menn og konur, fámennur hópur óbreyttra borgara og einstaka rómverskur hermaður meðal þeirra. Fólkið stóð við þrjá T-laga krossa, af því tagi sem Rómverjarnir notuðu til að krossfesta sakamenn, morðingja og burthlaupna þræla. Á hverjum krossi hékk maður, sólbakaður og næstum nakinn, nema hvað klæðisdula huldi lendar hans. Af einhverjum ástæðum beindist athygli hans að krossinum fyrir miðju, þó að syrgjendur væru þar fæstir. Hann sá eingöngu baksvip þeirra, en skynjaði sorg þeirra, örvæntingu og grát. Síðan sveif hann yfir þetta fólk og hafði nú skýra mynd af manninum á krossinum fyrir framan sig. Líkaminn var siginn undan þunganum; gegnum úlnliðina og fæturna höfðu verið reknir stórir járnfleinar, og úlnliðirnir voru jafnframt bundnir við þvertréð. Hálfstorknir blóðflekkir höfðu myndast við naglasárin, og víðar á líkamanum voru einhver sár og rispur, en blóðið virtist nánast hætt að streyma. Þar sem það seytlaði enn, rann það saman við svita á gljáandi hörundinu og tók á sig bleikan lit. Höfuð mannsins seig niður á bringu, svo að hann sá ekki andlitið. Maðurinn á krossinum hafði hár eins og Jóhannes, sítt og brúngullið, og það gljáði sérstaklega á það í sólinni. Líkaminn var nánast hreyfingarlaus; einu sinni eða rvisvar veltist höfuðið til á bringunni, frá einni hlið til annarrar. Þá lyfti maðurinn á krossinum óvænt en veikburða höfði sínu og reyndi að horfa fram — eða jafnvel til himins — með hálfluktum deyjandi augum. Hann færði sig nær af forvitni til að virða fyrir sér andlitið, og sá þá sýn, sem fyllti hann geigvænlegum ótta. Þrátt fyrir að andlitið væri skeggjað, varirnar líflitlar og sólsprungnar, kinnarnar þaktar flugum og augun brostin, sá hann að þetta var hann sjálfur, með hár Jóhannesar og skegg Matteusar. Hann gaf frá sér óp, og um leið féll höfuð mannsins snöggt niður í bringuna, líflaust. Allt varð svart líkt og sólin hefði snögglega verið myrkvuð. Hann vaknaði frá martröðinni með andfælum og fann hvernig svitinn hafði límt kyrtilinn við líkamann. Hægur og svalandi vestan- TMM 1995:4 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.