Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 27
geðfelldara „ljósþrengslum" barnaskapar eða vesaldóms, „ef myrkrið er einungis rúmt" (135). Lækurinn er ágætur út af fyrir sig, alfær og tær, en hann ann þó ánni meir því að hún á fleiri raddir (120). Við búum í heimi þar sem stundum er nauðsynlegt að byrsta sig, brjóta feyskna flóðgarða með afli vorleysingar, reka illt út með illu. Og þá er betra að vera fljót en lækur, betra að óvinurinn viti að maður geti „slegið stærra", jafnvel þótt maður af drenglund dragi sem mest úr högginu (191). Ef við viðurkennum ekki þessi sannindi, um nauðsyn þess að grípa til óyndisúrræða þegar í harðbakkann slær, vöðum við, að dómi Stephans, í hinni siðferðilegu höfuðvillu sem er sú að kasta mannshamnum og halda að við séum eitthvað annað en við erum. IV. Þroski, sæla Það er þeim mun minni ástæða til að fjalla hér rækilega um höfuðstefið í lífsspeki Stephans G. sem því hafa verið gerð ítarlegri skil áður, af Nordal og öðrum sem um hann hafa ritað. Þetta stef, sem öll önnur hugðarefni hans skipast í hvirfing um, er þroskinn. „Líf er þroski . . . / Framförin er lífsins sanna sæla" (197). Við eigum stöðugt að klífa tindinn á eigin þroskafjalli, ekki að hlaupa í hæsta haft í fyrstu atrennu heldur kóklast hægt og sígandi „upp á við" — „hrasa" þangað og „falla" (309) ef ekki vill betur til — og ætla okkur á hverjum degi, eftir því sem krafturinn vex, „ögn örðugri og jafnlengri ferð" (114). Árangur þess einstaklings eða þeirrar þjóðar er á endanum mestur sem gerir best af smæstum efnum (124); hann er hlutfallið milli efniviðar og úrvinnslu. Grímur frá Hrafnistu, sem lærði að nota seglið, er að sama skapi fremri Fulton þeim er byggði fyrsta gufuskipið sem forsendur hans til afreka voru minni (62).12 „Hvass skilningur" bókvitsins er ekki heldur hið eina þroskamerki; það er ekki síður „hög hönd" verksvitsins og „gott hjarta" siðvitsins sem rækta ber hjá sjálfum okkur og öðrum (222). Ég hef dásamað þessa mjög svo aristótelísku þroskahugsjón að klígju- mörkum í fyrri skrifum og ætla ekki að íþyngja lesandanum hér með meiri lofsöng.13 Ein forsenda hennar er hluthyggja — objektívismi — um mann- legt eðli: sama „þrá og hugartök" (316) endurspeglist í augum ólíkra ein- staklinga í ólíkum samfélögum þótt aldir skilji, „augunum af líku bergi brotnu" (198). En það að manneðlið breytist ekki og þar takist sífellt á öfl ljóss og myrkurs þýðir ekki að öll samfélagsleg framför sé tálsýn. Þvert á móti. Við vitum til dæmis „að skorturinn spanar upp eðlið vort illt, / en auðurinn ræktarvortbesta" (65). Með bættum efnahagslegum aðstæðum og dreifingu þekkingar, því að „menningin út á við eykst" (324), eygir skáldið í fjarska „umbætta og glaðari framtíð" (215). Við þurfum ekki að kynbæta mann- TMM 1995:4 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.