Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 9
Sérstöku hlutverki gegnir oft bragliðurinn spondi (2-2), sem stundum
kemur í stað tróka eða jamba, og setur þá svip á braginn án þess að rjúfa
bragliðahrynjandina. Ástæða er til að benda kvæða-lesara á þennan braglið,
en hann sætir oft hraklegum örlögum á tungu fiytjenda, sem einatt hafna
slíkri fordild og gera úr honum venjulegan tvílið, eða eins og löngum er
sungið:
í dag skein sól á sundm blá
sem fremur skyldi vera:
í dag skein sól á sundin blá
því hér er skein svo veigamikil sögn, að skein sól verður að teljast spondi, sem
er línunni til mikillar prýði, ef hann fær að njóta sín.
Stundum geta samsett orð orkað sem spondi í brag, þó að þyngri sé
áherzlan á fyrra atkvæðið, t.d. eld-hafí daktílanum eldhafið, þar sem mið-
atkvæðið lætur nokkru meira til sín taka en t.d. mið-atkvæðið í logandi.
Slíkar auka-áherzlur á atkvæði, sem að forminu til teljast létt, verða oft til
mikillar prýði, sé þeim beitt í góðu hófi. Glöggt dæmi er þetta erindi:
Rauðu skarlati skrýðzt
hefur skógarins flos.
Varir deyjandi dags
sveipa dýrlinga bros.
Þetta er greinilega ort á anapestum; það sýna höfuðstafirnir, sem eins og
ævinlega falla á fyrsta áherzlu-atkvæði í ljóðlínu. Eigi að síður hlýtur að verða
nokkur áherzla á orðin Rauðu, Varirog sveipa, og þarf sú áherzla ekki að vera
fólgin í öðru en ofurlítið lengri tíma.
Fyrstur varð Jónas til að beita fimm-jamba-línunni á íslenzku, og var þar
ekki slælega af stað farið með gersemunum Gunnarshólmaog Égbiðað heilsa.
Lítum á upphafslínuna
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
Hér er ekki haggað við neinum braglið; en slík er hljómfegurð orðanna,
þokki stuðlanna í suðrið-sæla, og hendinganna andar-vindum, að við tökum
naumast eftir því hvað sjálf bragliða-hrynjandin er regluleg, og leyfum henni
því mótþróalaust að ná tökum á okkur. Þá getum við hvað sízt staðizt töfra
formsins, þegar það beinir að okkur slíkri tangarsókn: annars vegar brag-
TMM 1995:4 7