Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 9
Sérstöku hlutverki gegnir oft bragliðurinn spondi (2-2), sem stundum kemur í stað tróka eða jamba, og setur þá svip á braginn án þess að rjúfa bragliðahrynjandina. Ástæða er til að benda kvæða-lesara á þennan braglið, en hann sætir oft hraklegum örlögum á tungu flytjenda, sem einatt hafna slíkri fordild og gera úr honum venjulegan tvílið, eða eins og löngum er sungið: í dag skein sól á sundin blá sem fremur skyldi vera: I dag skein sól á sutid'm blá því hér er skein svo veigamikil sögn, að skein só/verður að teljast spondi, sem er línunni til mikillar prýði, ef hann fær að njóta sín. Stundum geta samsett orð orkað sem spondi í brag, þó að þyngri sé áherzlan á fyrra atkvæðið, t.d. eld-haf í daktílanum eldhafið, þar sem mið- atkvæðið lætur nokkru meira til sín taka en t.d. mið-atkvæðið í logandi. Slíkar auka-áherzlur á atkvæði, sem að forminu til teljast létt, verða oft til mikillar prýði, sé þeim beitt í góðu hófi. Glöggt dæmi er þetta erindi: Rauðu skarlati skrýðzt hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlinga bros. Þetta er greinilega ort á anapestum; það sýna höfuðstafirnir, sem eins og ævinlega falla á fýrsta áherzlu-atkvæði í ljóðlínu. Eigi að síður hlýtur að verða nokkur áherzla á orðin Rauðu, Varir og sveipa, og þarf sú áherzla ekki að vera fólgin í öðru en ofurlítið lengri tíma. Fyrstur varð Jónas til að beita fimm-jamba-línunni á íslenzku, og var þar ekki slælega af stað farið með gersemunum Gunnarshólma og Ég bið að heilsa. Lítum á upphafslínuna Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, Hér er ekki haggað við neinum braglið; en slík er hljómfegurð orðanna, þokki stuðlanna í suðrið-sœla, og hendinganna andar-vindum, að við tökum naumast eftir því hvað sjálf bragliða-hrynjandin er regluleg, og leyfum henni því mótþróalaust að ná tökum á okkur. Þá getum við hvað sízt staðizt töfra formsins, þegar það beinir að okkur slíkri tangarsókn: annars vegar brag- TMM 1995:4 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.