Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 65
hverja strengi í sálu hans, ef til vill vegna þess að nú var komið að
rökkurkvöldi lífs hans. Egyptarnir, sem hann hafði kynnst í Alexandr-
íu, sögðu að einhvers staðar lengst vestur í eyðimörkinni væru heimar
hinna dauðu. Þeir höfðu ekki rétt fyrir sér, eins og hann hafði sann-
reynt með för sinni alla leið vestur til Tingis, við sundið sem Grikkir
kenndu við Herakles. Vestan þess lá ekkert annað en hið mikla haf
títansins Atlasar.
Eftir að hafa horft drjúga stund í vestur, beindi hann sjónum sínum
út um næsta glugga og rýndi í norðausturátt, sem nam við kórinþísku
hornsúluna við fordyrið. Einhvers staðar langt í fjarska í þá átt var
borgin eilífa, borgin sem hann svo ungur hafði ætlað sér að heimsækja,
en mundi aldrei gera. Nú var sonur hans þar að kaupa sér rómverskan
þegnrétt við hirð hins nýja keisara. Nei, í norðaustri mátti ekki sjá
lengra en til Hippo Regius, sem var að hverfa í nætursortann. Von-
svikinn sneri gamli maðurinn sér í átt að suðurglugganum. Þar mátti
sjá fjarlæga kyndla í kvöldkyrrðinni uppi í fjallshlíðinni, þar sem
þrælarnir unnu enn í koparnámunum. Gamli maðurinn neri skegg-
lausan vangann. Hann minntist þess að hafa heyrt einhvern nefna það
fyrr um daginn að nýir þrælar hefðu komið fyrir skömmu á þræla-
markaðinn. Þeir voru víst komnir alla leið frá hinni norðlægu
Kaledóníu, sem ef til vill lá nyrst allra landa. Nú var líklega tímabært
að senda ráðsmanninn — þennan eineygða illýríska þrjót — á mark-
aðinn og endurnýja. Þrælarnir frá Sarmatíu entust illa við vínyrkjuna
hérna í Cirtu.
Rökkurkvöld lífs hans. Gamli maðurinn neri skegglausan vangann
og minntist þeirra daga, er hann bar þykkt og mikið skegg. í þá daga
var tískan önnur. Þá var skegg hans úfið sem óveðursbólstrar og
rauður lubbinn óstýrilátur sem kornakur í stormi. Það var fyrir
hartnær fimmtíu árum, þegar hann var ungur og uppreisnargjarn í
föðurlandinu. Þegar hann átti sér föðurland. Nú voru allir þegnar í
sama ríki, allir lifðu undir verndarvæng arnarins og nutu þess hvikula
friðar, er lærðir menn kölluðu Pax Romana. Fákunnandi menn sem
ekki þekktu latínu — spáprestar frá Kaldeu, kaupmenn frá Kappadók-
íu, hrossatemjarar frá Mösíu, íberskir fjöllistamenn frá Bæticu — allir
kunnu þeir að segja Pax Romana.
Nei, hann saknaði ekki föðurlandsins, fyrirheitna landsins. Er hann
fór þaðan fyrir nær fimmtíu árum með pyngjuna fulla, hafði hann
TMM 1995:4
63