Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 65
hverja strengi í sálu hans, ef til vill vegna þess að nú var komið að rökkurkvöldi lífs hans. Egyptarnir, sem hann hafði kynnst í Alexandr- íu, sögðu að einhvers staðar lengst vestur í eyðimörkinni væru heimar hinna dauðu. Þeir höfðu ekki rétt fyrir sér, eins og hann hafði sann- reynt með för sinni alla leið vestur til Tingis, við sundið sem Grikkir kenndu við Herakles. Vestan þess lá ekkert annað en hið mikla haf títansins Atlasar. Eftir að hafa horft drjúga stund í vestur, beindi hann sjónum sínum út um næsta glugga og rýndi í norðausturátt, sem nam við kórinþísku hornsúluna við fordyrið. Einhvers staðar langt í fjarska í þá átt var borgin eilífa, borgin sem hann svo ungur hafði ætlað sér að heimsækja, en mundi aldrei gera. Nú var sonur hans þar að kaupa sér rómverskan þegnrétt við hirð hins nýja keisara. Nei, í norðaustri mátti ekki sjá lengra en til Hippo Regius, sem var að hverfa í nætursortann. Von- svikinn sneri gamli maðurinn sér í átt að suðurglugganum. Þar mátti sjá fjarlæga kyndla í kvöldkyrrðinni uppi í fjallshlíðinni, þar sem þrælarnir unnu enn í koparnámunum. Gamli maðurinn neri skegg- lausan vangann. Hann minntist þess að hafa heyrt einhvern nefna það fyrr um daginn að nýir þrælar hefðu komið fyrir skömmu á þræla- markaðinn. Þeir voru víst komnir alla leið frá hinni norðlægu Kaledóníu, sem ef til vill lá nyrst allra landa. Nú var líklega tímabært að senda ráðsmanninn — þennan eineygða illýríska þrjót — á mark- aðinn og endurnýja. Þrælarnir frá Sarmatíu entust illa við vínyrkjuna hérna í Cirtu. Rökkurkvöld lífs hans. Gamli maðurinn neri skegglausan vangann og minntist þeirra daga, er hann bar þykkt og mikið skegg. í þá daga var tískan önnur. Þá var skegg hans úfið sem óveðursbólstrar og rauður lubbinn óstýrilátur sem kornakur í stormi. Það var fyrir hartnær fimmtíu árum, þegar hann var ungur og uppreisnargjarn í föðurlandinu. Þegar hann átti sér föðurland. Nú voru allir þegnar í sama ríki, allir lifðu undir verndarvæng arnarins og nutu þess hvikula friðar, er lærðir menn kölluðu Pax Romana. Fákunnandi menn sem ekki þekktu latínu — spáprestar frá Kaldeu, kaupmenn frá Kappadók- íu, hrossatemjarar frá Mösíu, íberskir fjöllistamenn frá Bæticu — allir kunnu þeir að segja Pax Romana. Nei, hann saknaði ekki föðurlandsins, fyrirheitna landsins. Er hann fór þaðan fyrir nær fimmtíu árum með pyngjuna fulla, hafði hann TMM 1995:4 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.