Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 96
iOOk tt-li3-6l fct nwn w" um hætturnar sem ógnuðu tilvist íslenskrar menningar var mikilvægari. Þetta atriði var svo mikilvægt að það er lögfest hlutverk Sjónvarpsins að vinna að andspyrnunni. (sbr. útvarpslög) Upphafsmenn Ríkissjónvarpsins lögðu þar með strax mikla áherslu á menntunarlegt gildi miðilsins s.s. gerð heimildarmynda2 um land og þjóð. Annað atriði sem ég vil nefna í þessu sambandi er að almennt innan sjónvarpsfyrirtækja virðast ríkja þau viðhorf að sætta þurfi ólíkan smekk fólks, að brúa þurfi bil milli aldurshópa, mismunandi menntunarstig og fleira í þeim dúr. Afleiðingin er sú að lítið svigrúm reynist til annarskonar kvikmyndagerðar en hefðin segir til um (Crawford og Turton 1992:260). Útkoman er því ákveðin vantrú á áhorfendum sem vitibornum manneskjum og sést það hér á landi t.d. á því hvernig heimildarmyndir eru almennt matreiddar — á mjög hefðbundinn hátt er varðar form og stíl, þær þurfa að vera skemmtilegar (jákvæðar) og útkoman verður gagnrýnislaus framleiðsla sem er ætlað að fræða og mennta. Ég vil halda því fram að þessi tengsl miðilsins við markmiðin (þ.e. andsvar við ameríkaníseringu og menntunarlegt hlutverk þeirra) hafi mótað mjög þá siðferðilegu hugsun sem býr að baki heimildarmyndagerð hér á landi. Með tilliti til þess að íslensk kvikmyndaframleiðsla er (og á að vera) til heilla fyrir íslendinga sem þjóð og með aðgreinda menningu, þá virðist litið svo á að hlutverk fjölmiðlamannsins sé svo mikilvægt að réttur einstaklingsins í íslensku samfélagi er oft fyrir borð borinn. Hér á ég ekki við að íslenskir fjölmiðlamenn séu að ryðjast inn á heimili fólks og krefja það um viðtal vegna þess að málstaðurinn sé svo góður. Hugsunin er frekar sú að fjölmiðla- menn virðast oft ekki íhuga þann möguleika við gerð á heimildarmynd að þeir hafi siðferðilegum skyldum að gegna við þátttakendur í myndinni og að nauðsynlegt sé leita eftir samþykki þeirra fyrir þátttöku. Heimildarmynd- ir á íslandi eru oftast gerðar undir því yfirskini að þær gæti hlutleysis og að veruleikinn sé sýndur eins og hann raunverulega er.3 Því er ekkert rúm fyrir siðferðilegar vangaveltur t.a.m. hvort leita eigi eftir leyfi til þess að mynda fólk (sjá Ruby 1988; Pryluck 1988) vegna þess að á engan er hallað, myndin er „heimild", „hlutlaus skráning" og án gildisdóma. Ef við hugum að síðara atriðinu, um tengsl áhorfenda og heimildar- mynda, má segja að siðferðislegar skyldur fjölmiðlamannsins við almenning séu mjög sterkar. í greinargerð með ályktun Evrópuráðsins um siðferði í blaðamennsku (sem á við um flesta fjölmiðlun) segir í blaðagrein að „fjöl- miðlar ættu ekki að líta á upplýsingar sem tilgang í sjálfu sér,..., heldur sem leið til að stuðla að þroska einstaklinganna og þjóðfélagsins í heild." (Páll Þórhallsson 1994:10) Og í skrifum Sigurðar Kristinssonar heimspekings um siðareglur íslenskra blaðamanna segir að fjölmiðlamenn hafi þá frumskyldu: 94 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.