Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 48
Þjónustan, fórnin, skal vera ástinni æðri og er þá persónan komin æði langt
frá víkingaræðum Úlfars eins og hver maður getur séð. Eða er því að treysta?
I þrettánda texta, sem er opinská einræða í óbundnu máli, veltir konan upp
fleiri skýringum á því að hún hefur „drepið hetju“. Ef til vill var það ekki gert
í hefndarskyni, „heldur aðeins til þess að gefa mig ekki á vald syni óvinar.
Drap ég hann þá af ótta við að fá ást á honum? Og ef mér nú skjátlast,
hvílíkar þrautir bíða mín þá!“ Fórn í þágu annarra manna hamingju er ekki
inni í þessu dæmi eins og rétt áður, heldur er eins og snúið aftur til
nauðhyggju ættarskyldu í fornum anda: þú skalt ekki binda ást við níðhögg
þinnar ættar.
III
í stíl þessara textabrota má finna sitt beinið af hvorri tíkinni, þar ræður óreiða
sem eftir er að vinna úr. Þar finnum við opinská og orðmörg eintöl og ræður
um tilfinningamál og æðstu markmið hvers manns og er það allt mjög í ætt
við síðrómantískan skáldskap af ýmsu tagi. Fyrir kemur ljóðrænn kafli
(15ndi texti) sem einna helst tengir sig við algengt myndmál rússneskra
þjóðkvæða:
Á vori í hvítum blóma eplatrjánna
ert þú klædd sem brúður til vígslu
Á sumri býrð þú sem stolt drottning
í þungri hempu hins gullna korns
Á hausti ert þú döpur ekkja
í rifnum klæðum í grárri auðn.
En skáldskaparmálið sækir annars jafnt og þétt til hins norræna arfs, eins
þótt hann fái sjaldnast að ráða ferðinni. Persónur leiksins eru sívitnandi í
norræna goðafræði, sem stundum gengur í sérkennilegt bandalag við
heimssslitamyndir biblíuættar, eins og þegar Brana segir „hræðilegan
draum“ sinn:
Yfir hafið þaut svartur hestur
á eftir flaug illur skýja-reykur
en yfir honum leiftraði sverð logandi
I fjarska glampaði á
eirlitt hreistur Miðgarðsorms.
Hvar er riddarinn, æpti ég
sem sveiflar þessum brandi?
46
TMM 1995:4