Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 50
Ég er að setja saman leikrit upp úr lífi Norðurlanda til forna og
nefni það „Krabbinn“. Þetta er táknrænt verk eins og Andrejev
skrifar og ekki síður viturlegt. Þegar maður er auralaus gerir maður
hvað sem er.6
Þetta er vitaskuld léttúðarhjal sem ekki er ástæða til að taka mjög alvarlega. í
orðunum felst samt sá sannleiksvottur að „Norðrið", norræn og þá íslensk
forneskja, naut í raun og veru áhuga og vinsælda í Rússlandi um og eftir síðustu
aldamót. Og á þau mið reru furðu mörg skáld með einum eða öðrum hætti.
Þessi „norræna“ tíska átti sér þá forsögu, að þegar um aldamótin 1800
fengu margir Rússar drjúgan áhuga á norrænum fornbókmenntum.7 Sá
áhugi tengdist því, að menn töldu sig geta fundið í þeim merkilegar heimildir
um upphaf rússneskrar sögu. Sú kenning („normannisminn" svonefndi) átti
vinsældum að fagna, að norrænir væringjar (varjagi) hefðu átt drjúgan þátt
í að koma á fót rússnesku ríki í Novgorod (Hólmgarði) og Kíjev (Kænugarði)
— enda mátti finna í rússneskum annálum sagnir sem bentu í þá átt. Þá
þegar heyrðust að sönnu andmælaraddir í þá veru, að þessi kenning gerði
full lítið úr slavnesku frumkvæði í sögunni og væri hún reyndar niðurlægj-
andi fyrir rússneskt þjóðarstolt. En öðrum fannst betra að líta svo á, að áður
fyrr hefði verið við lýði ein samfelld menning Norðursins, sem náði yfir
mikið svæði, allt frá keltum á írlandi og Skotlandi, yfir Norðurlönd og til
Rússlands. í þann ketil settu menn hugmyndir tímans um keltneska sagna-
menn, norræna guði, víkinga og skáld, sem og slavneskan heim goða og vætta
og rússnesk kappakvæði og hrærðu saman og suðu af þessu öllu mjöð sem
meðal annars var hafður til að efla sjálfstraust Rússa. Efla sjálfstraust ríkis
sem var tiltölulega nýorðið stórveldi í norðri (fremur en austri!), styrkja
sjálfsmynd Rússa andspænis evrópskum keppinautum í suðri og vestri, sem
höfðu fyrir sitt leyti reynt að slá eign sinni á arfinn „að sunnan“ — arfinn
frá Aþenu og Róm.
Allt frá þeim tíma fengu Norðurlönd og þá ísland að lifa í rússneskum
skáldskap sem lönd hrikalegrar náttúru sem kenna mönnum karlmennsku
og dug, hetjulönd sem höfðu í heiðri mikilfenglegan skáldskap sem hélt uppi
orðstír manna og blés þeim að auki í brjóst frelsishug. Tískan norræna reis
með rómantískum tíma og hneig með kröfum raunsæisstefnunnar um
hlutlæga könnun samtímans. Hún lifði daufu lífi á seinni hluta nítjándu
aldar en reis síðan upp aftur nálægt síðustu aldamótum. Fræðimenn og skáld
lögðust á sömu sveif. íslendingasögur voru þýddar eða brot úr þeim, Eddu-
kvæði voru þýdd í bundið mál (með rússneskri stuðlasetningu!). Höfuðskáld
symbólismans rússneska koma hér mjög við sögu. Konstantín Balmont orti
síðrómantískan óð til íslands, fslandíja:
48
TMM 1995:4