Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 50
Ég er að setja saman leikrit upp úr lífi Norðurlanda til forna og nefni það „Krabbinn“. Þetta er táknrænt verk eins og Andrejev skrifar og ekki síður viturlegt. Þegar maður er auralaus gerir maður hvað sem er.6 Þetta er vitaskuld léttúðarhjal sem ekki er ástæða til að taka mjög alvarlega. í orðunum felst samt sá sannleiksvottur að „Norðrið", norræn og þá íslensk forneskja, naut í raun og veru áhuga og vinsælda í Rússlandi um og eftir síðustu aldamót. Og á þau mið reru furðu mörg skáld með einum eða öðrum hætti. Þessi „norræna“ tíska átti sér þá forsögu, að þegar um aldamótin 1800 fengu margir Rússar drjúgan áhuga á norrænum fornbókmenntum.7 Sá áhugi tengdist því, að menn töldu sig geta fundið í þeim merkilegar heimildir um upphaf rússneskrar sögu. Sú kenning („normannisminn" svonefndi) átti vinsældum að fagna, að norrænir væringjar (varjagi) hefðu átt drjúgan þátt í að koma á fót rússnesku ríki í Novgorod (Hólmgarði) og Kíjev (Kænugarði) — enda mátti finna í rússneskum annálum sagnir sem bentu í þá átt. Þá þegar heyrðust að sönnu andmælaraddir í þá veru, að þessi kenning gerði full lítið úr slavnesku frumkvæði í sögunni og væri hún reyndar niðurlægj- andi fyrir rússneskt þjóðarstolt. En öðrum fannst betra að líta svo á, að áður fyrr hefði verið við lýði ein samfelld menning Norðursins, sem náði yfir mikið svæði, allt frá keltum á írlandi og Skotlandi, yfir Norðurlönd og til Rússlands. í þann ketil settu menn hugmyndir tímans um keltneska sagna- menn, norræna guði, víkinga og skáld, sem og slavneskan heim goða og vætta og rússnesk kappakvæði og hrærðu saman og suðu af þessu öllu mjöð sem meðal annars var hafður til að efla sjálfstraust Rússa. Efla sjálfstraust ríkis sem var tiltölulega nýorðið stórveldi í norðri (fremur en austri!), styrkja sjálfsmynd Rússa andspænis evrópskum keppinautum í suðri og vestri, sem höfðu fyrir sitt leyti reynt að slá eign sinni á arfinn „að sunnan“ — arfinn frá Aþenu og Róm. Allt frá þeim tíma fengu Norðurlönd og þá ísland að lifa í rússneskum skáldskap sem lönd hrikalegrar náttúru sem kenna mönnum karlmennsku og dug, hetjulönd sem höfðu í heiðri mikilfenglegan skáldskap sem hélt uppi orðstír manna og blés þeim að auki í brjóst frelsishug. Tískan norræna reis með rómantískum tíma og hneig með kröfum raunsæisstefnunnar um hlutlæga könnun samtímans. Hún lifði daufu lífi á seinni hluta nítjándu aldar en reis síðan upp aftur nálægt síðustu aldamótum. Fræðimenn og skáld lögðust á sömu sveif. íslendingasögur voru þýddar eða brot úr þeim, Eddu- kvæði voru þýdd í bundið mál (með rússneskri stuðlasetningu!). Höfuðskáld symbólismans rússneska koma hér mjög við sögu. Konstantín Balmont orti síðrómantískan óð til íslands, fslandíja: 48 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.