Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 82
búningi en sá veruleiki sem þar ríkti væri „sálfræðilegur" í eðli sínu en ekki verufræðilegur, veruleiki sem eingöngu var kallaður fram fyrir tilstuðlan klassískrar klippitækni.15 Þennan „veruleika“ matreiddi leikstjórinn síðan ofan í áhorfandann með því að stjórna þeirri mynd sem hann fékk að sjá hverju sinni. Klippin sjálf væru ósýnileg og því fyndist áhorfandanum hann vera að horfa á samfellda mynd, óslitinn veruleika, en í raun væri þessi veruleiki allur sundurtœttur, „heimur klofinn í litla búta“.16 Hið „sálfræðilega raunsæi“ byggðist þannig á fölsunum, tíma og rúmi sem eingöngu væru búin til á klippiborðinu, og væri því eins konar „verulíki"17 sem hefði lítið með verufræðilega sérstöðu ljósmyndarinnar eða raunveruleikann sjálfan að gera. Sem mótvægi við þessa þróun/afturför benti Bazin á ýmsa leikstjóra frá fyrri áratugum sem látið höfðu klippingar að mestu lönd og leið en í staðinn beitt löngum, samfelldum myndskeiðum hvenær sem tækifæri gafst. Þessi arfleifð frá leikstjórum eins og Renoir, Murnau og von Stroheim hefði að mestu glatast á fjórða áratugnum en í byrjun þess fimmta sá Bazin ýmis merki þess að kvikmyndin væri aftur að komast á rétta braut. Myndin sem hér markaði tímamót var að hans mati Citizen Kane, sögumynd sem sam- einaði löng myndskeið (,,raðskeið“)18 og mikla skerpudýpt og gerði klipp- ingar þar með að mestu óþarfar. Bazin sá marga kosti og góða við kvikmyndir sem unnar væru á þennan hátt. Slíkar myndir gátu til dæmis varðveitt „heilleika“ veruleikans bæði í tíma og rúmi. Þessi heilleiki var afar mikilvæg- ur fýrir Bazin, ekki aðeins vegna veruleikans sem slíks, heldur einnig vegna áhorfendanna. Með slíkri framsetningu sögunnar í heilum myndum þar sem allt var sýnilegt, allt í fullkomnum, djúpum fókus, gat merking atburðanna aldrei orðið jafn „niðurnjörvuð“ af leikstjóranum eins og þar sem klippi- tæknin réð lögum og lofum. Áhorfandinn hlyti sjálfur að ákveða hvert augu hans leituðu í þessu „ósnortna“ rými og gæti þar af leiðandi ráðið að miklu leyti sjálfur hvaða merkingu hlutirnir og atburðarásin hefðu. Við slíkar kringumstæður yrði áhorfandinn að virkum þátttakanda í merkingarsköpun verksins (og veruleika þess) — sem væri mun jákvæðara og lýðræðislegra fyrirkomulag en að þurfa að lúta harðstjórn klippitækninnar. Með þessu móti skapaðist jafnframt aukið svigrúm fyrir margrœðni í kvikmyndum en hana taldi Bazin lykilatriði í upplifun okkar á hlutveruleikanum, og því að sama skapi ómissandi í kvikmyndum. V Þessi sýn André Bazin á nýja, endurbætta aðferðafræði í kvikmyndum hefur tæpast orðið að veruleika.19 Citizen Kane reyndist ekki sú mikla fyrirmynd 80 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.