Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 60
Helgi Ingólfsson Tvö tilbrigði um gamalt stef Draumurinn Þetta hafði verið kvöld mikils óhófs. Á kránni höfðu þeir etið, drukkið og spaugað. Tómas hafði læst sterklegum tönnunum í lambslærið sem hann hélt í hrammi sínum, Andrés hellti niður tveimur vínbikurum og Jóhannes fyllti jafnóðum aftur úr veglegri leirkönnu. Einhver — hann mundi ekki hver — hafði rokið út í reiðikasti út af einhverju sem hafði verið sagt — hann mundi ekki hvað. Pétur hafði sungið með dimmri bassaröddu sinni yfir Andrési og Filippusi, en er þeir byrjuðu að slást hafði kráareigandinn, að öðru leyti góður og umburðarlyndur maður, fengið nóg og vísað hópnum á dyr. Nóttin var stjörnubjört og hlý, og andvarinn bærði sítt hár Jóhann- esar lítillega, þar sem hann stóð við dyrnar og reifst við kráareigand- ann um vínkrúsina stóru, sem hann sagðist hafa greitt fyrir. Vertinn gerði tvær fálmandi tilraunir til að ná henni, en þegar Filippus slangr- aði ógnandi til hans, gafst hann upp og skellti dyrunum. Jóhannes lyfti könnunni fagnandi og hnaut næstum um fætur betlara, sem klúkti í hnipri við húsvegginn, vart greinanlegur í rökkrinu. Filippus bölvaði, en náði þó af snarræði að grípa undir Jóhannes og krúsina góðu við gleðilæti hinna. Þeir eigruðu stefnulaust um eyðileg strætin og við höfuðin sveimaði ger fiugna, sem sóttu í matarlyktina. Nóttin var glöð, gáskafull og græskulaus, en stundum heyrðu þeir hvernig hreytt var í þá skammar- yrðum innan úr einhverju húsinu: „Flökkulýður! Ónytjungar! Heið- arlegt fólk er lagst til hvílu." Einhverra hluta vegna lá för þeirra í átt að Olíuviðarfjallinu; við rætur þess var víst garðurinn, þar sem ólívurnar voru pressaðar. Hvað hét hann nú aftur, þessi garður? Þeir voru ekki allt of kunnugir hér 58 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.