Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 60
Helgi Ingólfsson
Tvö tilbrigði um gamalt stef
Draumurinn
Þetta hafði verið kvöld mikils óhófs. Á kránni höfðu þeir etið, drukkið
og spaugað. Tómas hafði læst sterklegum tönnunum í lambslærið sem
hann hélt í hrammi sínum, Andrés hellti niður tveimur vínbikurum
og Jóhannes fyllti jafnóðum aftur úr veglegri leirkönnu. Einhver —
hann mundi ekki hver — hafði rokið út í reiðikasti út af einhverju sem
hafði verið sagt — hann mundi ekki hvað. Pétur hafði sungið með
dimmri bassaröddu sinni yfir Andrési og Filippusi, en er þeir byrjuðu
að slást hafði kráareigandinn, að öðru leyti góður og umburðarlyndur
maður, fengið nóg og vísað hópnum á dyr.
Nóttin var stjörnubjört og hlý, og andvarinn bærði sítt hár Jóhann-
esar lítillega, þar sem hann stóð við dyrnar og reifst við kráareigand-
ann um vínkrúsina stóru, sem hann sagðist hafa greitt fyrir. Vertinn
gerði tvær fálmandi tilraunir til að ná henni, en þegar Filippus slangr-
aði ógnandi til hans, gafst hann upp og skellti dyrunum. Jóhannes lyfti
könnunni fagnandi og hnaut næstum um fætur betlara, sem klúkti í
hnipri við húsvegginn, vart greinanlegur í rökkrinu. Filippus bölvaði,
en náði þó af snarræði að grípa undir Jóhannes og krúsina góðu við
gleðilæti hinna.
Þeir eigruðu stefnulaust um eyðileg strætin og við höfuðin sveimaði
ger flugna, sem sóttu í matarlyktina. Nóttin var glöð, gáskafull og
græskulaus, en stundum heyrðu þeir hvernig hreytt var í þá skammar-
yrðum innan úr einhverju húsinu: „Flökkulýður! Ónytjungar! Heið-
arlegt fólk er lagst til hvílu.“
Einhverra hluta vegna lá för þeirra í átt að Olíuviðarfjallinu; við
rætur þess var víst garðurinn, þar sem ólívurnar voru pressaðar. Hvað
hét hann nú aftur, þessi garður? Þeir voru ekki allt of kunnugir hér
58
TMM 1995:4