Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 101
mátti oft greina að ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Til að mynda er sagt frá því í lok myndarinnar að það hafí reynst þáttagerðarfólkinu mjög erfitt að fá nýbúa til viðtals um aðstæður þess og viðhorf til samfélagsins. Sú ákvörðun, að greina frá þessu í myndinni, er lofsverð og mjög mikilvæg, þar sem hún afhjúpar misheppnaða tilraun til að gera mynd um innflytjendur á íslandi. Þess í stað fengum við að sjá mynd með frásögnum af innflytjend- um á íslandi. Þáttagerðarfólkinu er augljóslega mikill vandi á höndum þegar fólk neitar að taka þátt í myndinni. Við slíkar aðstæður er kvikmyndagerð- arfólki ögrað og hér reynir á þekkingu þess til að vinna úr aðstæðunum. Ég tel að þáttagerðarfólk Nýbúa úr Austri hafi hins vegar brugðist skyldu sinni í þessum efnum. í stað þess að velja þá leið að gera mynd um misheppnaða tilraun þeirra til að gera myndina sem þeir ætluðu að gera í byrjun, þá halda þeir í upphafleg markmið. Mynd um misheppnaða tilraun hefði sagt meira um nýbúana, samband nýbúanna og f slendinga, og ekki síst sagt okkur meira um það við hvað er verið að fást t.d. í menningar- og félagslegu tilliti. Þáttagerðarfólkinu er hins vegar ekki alls varnað. í lok myndarinnar er eftirfarandi texta brugðið upp á skjáinn: 'Tekið skal fram að ekki er alltaf samband á milli þess sem fjallað er um í texta og þeirra kvenna sem hér hafa birst myndir af.' Hér birtast skýr skilaboð um að þáttagerðarfólkinu er umhugað að vernda þátttakendur sína frá misskilningi. Þessi texti er hins vegar áberandi vísbending um að þáttagerðarfólkið telji áhorfendur ekki fullfæra um að draga slíkar ályktanir sjálfir. Bandaríski kvikmyndafræðingurinn Bill Nichols hefur bent á lýðræðislegt yfirbragð heimildarmynda sem notast við keðjuaf viðtölum. (1988:55) Með þessari tækni má kynna margvísleg sjónarmið eins og var t.a.m. reynt í nýlegri sjónvarpsmynd Vísindiá villigötum?(1995), en að sama skapi er þetta vandmeðfarin aðferð. Gryfjan sem íslenskt fjölmiðlafólk fellur í í þessum efnum er að í stað þess að kryfja málefni á þennan hátt, er eingöngu boðið upp á kynningu sjónarmiða og er látið þar við sitja. Má sjálfsagt skýra þetta með ýmsum hætti, en kannski einna helst með hlutlægnissjónarmiðum fjölmiðlafólks. Það má hins vegar bæta því við að í ljósi reynslunnar hefur íslensku fjölmiðlafólki ekki verið tekið neitt sérstaklega vel þegar mjög ákveðinn broddur hefur verið í kvikmyndagerðinni. Hægt er að benda á a.m.k. tvö slík dæmi, annars vegar Þjóð í hlekkjum hugarfarsins (1993) og hins vegar Fiskur undir steini (1974). Seinni myndinni var ætlað að kanna hvernig ákvæðum laga um jafnan aðgang allra Islendinga að listum og menningu væri háttað úti á landsbyggðinni. Völdu kvikmyndagerðarmenn- irnir Grindavík sem tökustað og verður ekki annað sagt en að myndin sé ósköp sakleysisleg könnun. Viðbrögðin við myndinni urðu hins vegar mjög TMM 1995:4 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.