Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 95
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Vin í eyðimörk fátæktarinnar?
Siðferði og kvikar myndir
Inngangur
Yfirskrift þessarar greinar er fengin úr kvikmyndinni Konan sem vildi breyta
heiminum (1994). í myndinni er sagt frá starfi Þóru Einarsdóttur að mann-
úðarmálum á Indlandi. I myndinni segir: „Skóli Þóru er eins og vin í
eyðimörk fátæktarinnar. Hún stofnaði skólann hér árið 1988. Hér hafa
langflest börn ekkert við að vera. Og gatan er eina athvarfið.“ Ég vil halda
því fram að samskonar viðhorf til starfa fjölmiðlamanna sé ríkjandi hér á
landi innan sjónvarpsstöðvanna tveggja sem starfrækja fréttastofur. Að líkt
og skóli Þóru Einarsdóttur, sé fréttaflutningur, fréttaskýringar og heimildar-
myndagerð stöðvanna álitin vin í eyðimörk hverskonar fátæktar; efnalegrar,
vitsmunalegrar, málefnalegrar, valds, mannúðar, sjálfsmyndar, siðferðilegrar
og ekki síst menningarlegrar.1 En hvað á ég við með vin og áður nefndum
fátæktarmálum?
Fjölmiðlar og ekki síst sjónvarp leika stórt hlutverk við skilgreiningar á
vandamálum íslenska samfélagsins, tengslum íslendinga við umheiminn og
vandamálum sem önnur samfélög eiga við að glíma. Siðferðileg umræða
fjölmiðlamanna um skyldur þeirra við viðfangsefni sín heima og heiman, og
skyldur þeirra við áhorfendur eru mikilvægur hlekkur í þeirri umræðu. Það
hefur hins vegar farið lítið fyrir slíkri umræðu hér á landi. Hver ætli sé
ástæðan fyrir því? Ég vil nefna tvennt til sögunnar, annars vegar áhrif
Keflavíkursjónvarpsins og svo skilgreiningu sjónvarpsmanna á áhorfendum.
Árið 1951 var herstöðin á Miðnesheiði byggð upp og bandarískur her
settist þar að. Nokkrum árum síðar eða 1955 hefjast sjónvarpsútsendingar
American Forces Radio and Television Services. í kjölfarið fylgdi mikil
umræða í íslensku þjóðlífi um íslenska menningu. Framtíð Islendinga,
hinnar svokölluðu „bókaþjóðar“ í alþjóðlegu umhverfi „lágmenningar“ og
„lágkúru“ var í stórhættu. Hörður Bergmann heldur því fram í grein frá
árinu \ 966,Fjöldamenning ogáhriffiölmiðlunartœkja, að umræða íslendinga
um sjónvarp hafi snúist fyrst og fremst um siðferðileg og þjóðernisleg
sjónarmið en ekki eðliog einkenniþessarar nýju tækni. (bls.254) Spurningin
TMM 1995:4
93