Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 23
fis í vígbúnaðarstormi, „skynlaust, marklaust leikfang allra átta" (285,288). Og sem bóndi viðurkennir Stephan fúslega að hann eigi allt sitt undir duttlungum sólar og regns (221). En „forlögin" í skilningi Stephans eru einvörðungu þær kringumstæður sem lífíð býr einstaklingnum — ekki myrk örlög eða orsakanauð — og það er undir honum sjálfum komið hvernig hann vinnur úr þeim. Forlögin eru byrjunarreiturinn; taflið er okkar. Verð- um við þar heimaskítsmát er engu(m) um að kenna nema okkur sjálfum. Það var „sjálfskaparvíti" Stephans að hann varð ekki ríkur (XX) og væri kona Kolbeins þess er kvaðst á við kölska vargefin hafði hún sjálf steypt sér í þann voða með því að taka hann fram yfir fjármanninn á Fjósum sem einnig stóð henni til boða (71-72). Nú á tímum hálmstráa og tylliástæðna er hollt að hlýða á þennan boðskap Stephans: órefjusemi hans og undanbragðaleysi. Fortíðin, forlögin, lífskjörin firra einstaklinginn ekki ábyrgð heldur storka honum til dáða: Þar býð ég þér dauða, ef sekkurðu í sjá, en sigur og höpp ef þú flýtur (39). Þessi ríka ábyrgðarhugsun Stephans tengist beint einstaklingshyggju hans sem Nordal leggur réttilega áherslu á og á köflum jaðrar við sérlyndis- eða sérviskutrú. í kvæðunum valsa Uppsala-Gíslar og Fjalla-Bensar um vettvang og brjóta björg: Sigurður Trölli, Jón Hrak, Kolbeinn. Það eru hinir stór- brotnu, stórskornu sem „leysa / lífshöft ill og þrautir grynna" (60), á meðan „fjöldamergð" hinna löku meðalmanna (XLV) „deyr að loknu verki" (258). Vart getur ódíalektískari hugsun, né bágrækari í fjöldaflokki, þó að Sverri Kristjánssyni yfirsjáist það í fyrrnefndri ritgerð sinni. Ekki er ófyrirsynju að ætla að dálæti Stephans á merg í orðavali, fáséðum samböndum og hraunkarlalegum nýgervingum, eigi sér sömu rökrót, þ.e.a.s. einstaklingshyggjuna: Öll nýsköpun í heiminum sé verk hinna fáu sérstæðu afburðamanna er „reisa / rönd við guðum feðra sinna" (60). Því sé sundurleiíní, jafnt í skaphöfn sem orðavali, til góðs „enda þótt það, sem ólíkt er, sé ekki til hins betra og jafnvel þótt það virðist stundum vera til hins verra",7 svo að vitnað sé í annan 19. aldar hugsuð, John Stuart Mill, en andlegur skyldleiki hans og Stephans er næsta ótrúlegur á stundum. Við sjáum sérleik — sumir myndu segja fordild — Stephans í orðafari í töluvert öðru Ijósi en ella ef við lítum ekki á hann sem dæmi um skrúfstykkjaskáld- skap og rímbarsmíð heldur sem vitandi tjáningu þeirrar sannfæringar að efni og form verði ekki sundurgreint: að mál tamið í þjónustu frjórrar og sérstæðrar hugsunar verði sjálft frjótt og sérstætt. Glöggvast þá lykillinn að hugsun þessa jarðbundna bónda og hversdagsmanns, sá að hversdagsgarmar TMM 1995:4 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.