Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 23
fis í vígbúnaðarstormi, „skynlaust, marklaust leikfang allra átta“ (285,288).
Og sem bóndi viðurkennir Stephan fuslega að hann eigi allt sitt undir
duttlungum sólar og regns (221). En „forlögin“ í skilningi Stephans eru
einvörðungu þær kringumstæður sem lífið býr einstaklingnum—ekki myrk
örlög eða orsakanauð — og það er undir honum sjálfum komið hvernig
hann vinnur úr þeim. Forlögin eru byrjunarreiturinn; taflið er okkar. Verð-
um við þar heimaskítsmát er engu(m) um að kenna nema okkur sjálfum.
Það var „sjálfskaparvíti“ Stephans að hann varð ekki ríkur (XX) og væri kona
Kolbeins þess er kvaðst á við kölska vargefin hafði hún sjálf steypt sér í þann
voða með því að taka hann fram yfir fjármanninn á Fjósum sem einnig stóð
henni til boða (71-72). Nú á tímum hálmstráa og tylliástæðna er hollt að
hlýða á þennan boðskap Stephans: órefjusemi hans og undanbragðaleysi.
Fortíðin, forlögin, lífskjörin firra einstaklinginn ekki ábyrgð heldur storka
honum til dáða:
Þar býð ég þér dauða, ef sekkurðu í sjá,
en sigur og höpp ef þú flýtur (39).
Þessi ríka ábyrgðarhugsun Stephans tengist beint einstaklingshyggju hans
sem Nordal leggur réttilega áherslu á og á köflum jaðrar við sérlyndis- eða
sérviskutrú. í kvæðunum valsa Uppsala-Gíslar og Fjalla-Bensar um vettvang
og brjóta björg: Sigurður Trölli, Jón Hrak, Kolbeinn. Það eru hinir stór-
brotnu, stórskornu sem „leysa / lífshöft ill og þrautir grynna“ (60), á meðan
„fjöldamergð“ hinna löku meðalmanna (XFV) „deyr að loknu verki“ (258).
Vart getur ódíalektískari hugsun, né bágrækari í fjöldaflokki, þó að Sverri
Kristjánssyni yfirsjáist það í fyrrnefndri ritgerð sinni.
Ekki er ófyrirsynju að ætla að dálæti Stephans á merg í orðavali, fáséðum
samböndum og hraunkarlalegum nýgervingum, eigi sér sömu rökrót,
þ.e.a.s. einstaklingshyggjuna: Öll nýsköpun í heiminum sé verk hinna fáu
sérstæðu afburðamanna er „reisa / rönd við guðum feðra sinna“ (60). Því sé
sundurleiini, jafnt í skaphöfn sem orðavali, til góðs „enda þótt það, sem ólíkt
er, sé ekki til hins betra og jafnvel þótt það virðist stundum vera til hins
verra“,7 svo að vitnað sé í annan 19. aldar hugsuð, John Stuart Mill, en
andlegur skyldleiki hans og Stephans er næsta ótrúlegur á stundum. Við
sjáum sérleik — sumir myndu segja fordild — Stephans í orðafari í töluvert
öðru ljósi en ella ef við lítum ekki á hann sem dæmi um skrúfstykkjaskáld-
skap og rímbarsmíð heldur sem vitandi tjáningu þeirrar sannfæringar að
efni og form verði ekki sundurgreint: að mál tamið í þjónustu frjórrar og
sérstæðrar hugsunar verði sjálft frjótt og sérstætt. Glöggvast þá lykillinn að
hugsun þessa jarðbundna bónda og hversdagsmanns, sá að hversdagsgarmar
TMM 1995:4
21