Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 125
ingu var hún líka alvöru glíma við hinar klassísku spurningar um verðmætamat, heiðarlegt líferni og syndsamlegt. Að sumu leyti heldur Ólafur upp- teknum hætti í nýjustu bók sinni, Snigla- veislunni (1994), þótt hvorki sé umræðan jafn marghliða né fjölbreyti- leg og í Fyrirgefningu syndanna. Það ræðst ekki síst af eðli Sniglaveislunnar sem er nóvella eða löng smásaga og hef- ur öll einkenni þeirrar bókmennta- greinar. Hún er stutt, hnitast að mestu í kringum afhjúpandi fund tveggja manna sem varpar nýju ljósi á líf þeirra. Byggingin er einföld og haglega gerð, framvindan hæg framan af en með ísmeygilegum athugasemdum og vísun- um reynir höfundur að byggja upp spennu í kringum þær grunsemdir sem kveiktar eru strax í upphafi um að ekki sé allt sem sýnist í lífi þessara manna. Uppistaða sögunnar er veisla þar sem örlagafundur mannanna tveggja verður og þar eru bornir fram sniglar af ýmsu tagi sem sagan dregur nafn sitt af. Snigl- ar eru jafhframt mikilvægt tákn i sög- unni; lýsingin á því hvernig þeir flýja inn í sjálfa sig og „leggjast síðan á meltuna, sljóir af áti" (9) skírskotar til þeirrar lífsafstöðu sem sagan deilir á og hæðir. Þessi flótti manna frá óþægilegum veruleika inn í sjálfsmíðaðan heim þar sem sérhver maður getur skapað sinn eigin sannleika, hina dægilegu blekk- ingu, er einkenni á annarri aðalpersónu sögunnar, Gils Thordersen heildsala. Gils er afskaplega ógeðfelldur maður, ofláti, fram úr hófi hégómlegur, fullur af karlagrobbi, ekki síst um kvenhylli og kynsælni, aukþess sem hann er málsvari ansi hæpinnar og lítt samúðarfullrar heimspeki. Þótt persóna hans og látæði, t.d. allt umstangið í kringum sniglaveisl- una, rambi á mörkum öfga og sé létt gróteskt, þá er Gils samt trúverðugur á sinn hátt og persóna hans hangir saman. Hins vegar má halda því fram að helsti veikleiki sögunnar sé einmitt Gils; hann er algerlega einvíð persóna, eins og stundum er í smásögum, og allir hans drættir koma strax fram. Hann hvorki leynir á sér né býr persónuleiki hans yfir öðrum víddum en þeim sem birtast í orðum hans og athöfnum. Fall hans er því fyrirsegjanlegt og reyndar lesanda kærkomið, því þusið í honum verður afskaplega þreytandi til lengdar. Bæði eru sjónarmið hans lítt sympatísk og allt tal hans um praktuga vellyst, sérríteg- undir og snigla, verður heldur leiði- gjarnt til lengdar. Hið óumflýjanlega uppgjör er þess vegna dregið óþarflega á langinn. Þetta er ekki síst bagalegt vegna þess að sagan hvílir nær alfarið á eintóna persónulýsingu Gils. Hin meginpersóna sögunnar, Örn, er hins vegar algjör andstæða Gils, upp- burðarlítill og vammlaus kennari sem virðist bláeygur og saklaus úr hófi fram. Að vísu reynist hann leyna svolítið á sér, auk þess sem persónulýsing hans er ekki alveg laus við íróníu af hálfu höfundar. Það er augljóst að höfundur stillir upp þessum sterku andstæðum vitandi vits, í þeim tilgangi að draga fram persónu- einkenni hvors um sig og sýna hvernig þeir standa fyrir gjörólíkar lífsstefhur. Auðmýkt og makalaust lítillæti Arnar dregur fram og ýkir oflæti og falskt öryggi Gils. Öfgar andstæðnanna gera það að verkum að sagan verður á köflum næsta farsakennd. Satt best að segja minnir Örn ekkert lítið á vissar persónur úr sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og ég fæ ekki bet- ur séð en að með Sniglaveislunni sé Ólaf- ur Jóhann Ólafsson með vissum hætti að skrifast á við föður sinn. Að minnsta kosti er gaman að bera þá feðga svolítið saman, enda kemur þá ýmislegt á dag- inn. Líkindi Arnar við Pál Jónsson blaðamann í öllu hátterni og orðum eru TMM 1995:4 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.