Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 10
hrynjandinni og hins vegar brag-skrautinu, svo sem fagurlegast verður fyrir
komið. Hér er amfíbrakkinn með létta auka-atkvæðið í línulok það eina sem
grípur fram í fyrir jamba-hrynjandinni. Og þessu sama formi heldur skáldið
í sex fyrstu línum ljóðsins. Þeim mun öruggari verða áhrifin þegar loks í
sjöundu línu er snúið við fyrsta braglið, þannig að réttur tvíliður (tróki)
kemur fyrir öfugan tvílið (jamba) í upphafi línunnar: „Kyssi þið, bárurl bát".
Með þessu nær hann að fylgja efninu betur eftir: erindi bárunnar verður enn
brýnna. Og á sama hátt verður innileikinn enn meiri í ávarpinu „Vbrboðinn
Ijúfil" Stundum prýðir Jónas hrynjandina með því að setja sponda fyrir fyrsta
jambann: Borðfögar skeið, Klógulir ernir. Einnig kemur fyrir að hann teygi á
tvílið, án þess þó að gera hann að þrílið. Þá rennir hann saman tveim
sérhljóðum, t.d. „húfu og". Slíku fylgir mýkt, nær ævinlega, og hér næstum
því gælur: „engil með húfu og rauðan skúf', eins og hann dvelji við myndina,
og tími naumast að skilja við hana. Þessum áhrifum má lesarinn ekki spilla
með því að fella niður þetta „auka"-u í flutningi, eins og gert er í söng.
Hér má að lokum geta kveðna-skiptingarinnar. Hún hróflar ekki við sjálfri
bragliða-hrynjandinni fremur en rímið eða ljóðstafirnir. í hverri ljóðlínu er
fyrsti bragliður kallaður hákveða og síðan annar hver bragliður frá honum
línuna á enda. Hinir kallast lágkveður. Hákveðunum er að forminu til
ætlaður meiri þungi en lágkveðunum, og þykir það stundum að gagni koma:
Tíber sígur seint og hægt í Ægi,
Eða:
Skall yfir eldhafið ólgandi, logandi,
í ferskeytlunni er séð fyrir því, að í miðri vísu lendi saman tveim hákveð-
um, án þess lágkveða verði á milli, því 2. lína er aðeins þrír bragliðir og hlýtur
því að enda á hákveðu:
Enginn grætur íslending
einan sér og dáinn, I þegar a\h er komið íkring
Þarna lendir saman hákveðunum dáinn ogþegar. Stúfarnir -ingog kringrjúfa
tvíliða-hrynjandina eftir 1. og 3. línu. En sú hrynjandi, sem fram kemur við
kveðna-víxlin rofnar eftir 2. línu, einmitt á þeim línumótum sem voru
ótrufluð af stúfliðunum. Haglegur gripur ferskeytlan! Ýmsar af gömlu
stemmunum okkar gera sér gott af þessu atriði. Hákveðna-hrynjandin
TMM 1995:4