Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 30
sé hægt að tala um einhverja þekkingarfræði í ritum Stephans þá er hún af raunhyggjutagi, ekki síður en hjá Mill: Við lærum af reynslu kynslóðanna; það er hún sem ber okkur smám saman áleiðis að því framtíðarlandi sem Stephan lýsir í kvæðinu „Kveld“. Þráðurinn sem einkum tengir þá Mill og Stephan er hin ríka veraldarhyggja („naturalismi") beggja; vissan um að heimurinn sé í eðli sínu þekkjanlegur, skiljanlegur og að ráðningar á gátum tilverunnar—þar á meðal skilgreininga siðferðishugtaka—sé að leita innan hans en ekki utan.19 Viðtekið hefur verið að skýra veraldarhyggju Stephans, jarðbindingu viðhorfa hans, út frá lífsönn bóndans: Á bak við allt sem hann yrki hilli undir landslag og það sé alltaf einhver árstíð, eitthvert veðurlag í ljóðum hans,20 að bændasið. Ég hef sjálfur meiri trú á dómgreind Stephans en svo að álíta að hún hafi eingöngu skerpst í baráttu hans við náttúruöflin: að hann hefði ekki getað hugsað svipaðar hugsanir sem bréfberi eða barna- kennari og hann gerði sem bóndi. Miklu nær lagi er að vísa, eins og Viðar Hreinsson hefúr gert, til reynslu hans sem landnema, þess sem Viðar kallar hinn „tvöfalda sjóndeildarhring“ Islendings og Kanadamanns.21 „Grunur“ Stephans um að allar þjóðir ættu „mennska menn“, „hugumlíka, hjartaskylda“ styrktist í hinum alþjóðlega hrærigraut sem Kanada var á þessum tíma, tilfrnning hans varð hliðstæð þeirri sem ég lýsti í upphafi máls á Taívan: tilfinningin fýrir sameðli allra manna, allra þjóða, þó að ... móðurmál og föðurland svo fjarlægt að þær skildi, að menn vissu, að hefði ei þeirra milli nokkur ferja farið (195). Það er þessi hluthyggja um manneðliðsem mér virðist umfram allt hafa orðið kveikjan að veraldarhyggju Stephans fremur en reynsla hans sem bónda, að henni öldungis ólastaðri. Ef ekkert skilur í raun að dýpstu eðlisþætti manns- ins, þrátt fyrir blæbrigðamun einstaklinga og samfélaga, hví skyldi þá ekki vera hægt að koma sér niður á þá hugtakanotkun og þá sambúðarhætti sem öllum eru fyrir bestu, í framtíðarlandi þar sem „takmarkanir tungumáls og landshátta eru upphafnar“?22 Hafr þessi tvö- eða margföldun sjóndeildarhringa opnað augu Kletta- fjallaskáldsins fyrir sannleikanum um sameðli manna skyldi maður ætla að enn meiri ástæða væri til þess að sams konar uppljómun hefði átt sér stað meðal lærdómsmanna á okkar öld þegar heimurinn hefur skroppið saman og „ferjur“ tengt allar þjóðir. Því er þó ekki að heilsa, af einhverjum ástæðum: Hvers kyns afstæðis- og efahyggja um þekkingu, mál og siðferði blómstrar nú sem aldrei fýrr og hefur náð sögulegu hámarki í ritum svokallaðra póstmódernista og afbyggjenda (,,deconstructionista“). Ég velti því fyrir mér 28 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.