Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 105
lesa hugsanir barnanna. Á þetta sama við um fjölmargar íslenskar heimild- armyndir gerðar í útlöndum. Niðurstöður Fjölmiðlamenn bera oft fyrir sig þau siðferðilegu rök að það sé tilgangur myndarinnar að knýja fram endurbætur. í því samhengi sem hér um ræðir eru íslenskar heimildarmyndir álitnar „heimild“ til varnar yfirvofandi menningarfátækt. Réttlæting af þessu tagi er mjög útbreidd og má finna í flestum starfsgreinum. Það er aftur á móti álitamál hvort slíkar hugmyndir um menningarlegar, félagslegar eða efnahagslegar umbætur geti réttlætt myndagerð sem oftar en ekki hefur ekki neinar merkjanlegar breytingar í för með sér fyrir þá sem sjást á myndunum. Hið sama verður ekki sagt um þá sem hafa af því atvinnu að taka þær. Ef við gerum ráð fyrir því að það sé nauðsynlegt að fá fullt samþykki fólks til þess að taka þátt í gerð heimildar- mynda, þá er það ekki skýrt hvað fullt samþykki þýðir og hvort það sé nægjanlegt til að fjölmiðlamaðurinn öðlist það vald yfir myndinni, að hann ráði alfarið gerð og notkun hennar. Hér snýst siðferðilega spurningin um það hvort nokkur geti gefið fullt samþykki á grundvelli skilnings á viðfangs- efninu. (sjá Sigurjón Baldur Hafsteinsson 1993) íslenskir fjölmiðlamenn virðast hafa leyst þennan siðferðilega vanda með því að sniðganga spurn- inguna og látið vélarnar rúlla. Fjölmiðlar halda því fram að skyldur þeirra séu fyrst og fremst gagnvart áhorfendum og samfélaginu í heild, en ekki eigendum fjölmiðlafyrirtækja, ýmsum hagsmunaaðilum og einstaklingum úti í bæ. Það er hins vegar hægt að efast um að íslenskir fjölmiðlar uppfylli þá sjálfsmynd og þær kröfur sem almenningur gerir til þeirra sé horft til heimildarmynda. íslenskar heimild- armyndir eru þannig úr garði gerðar að engu er við hróflað í íslensku samfélagi, engum er ögrað. Þetta er t.a.m. greinilegt ef við skoðum þær fjölmörgu myndir sem gerðar hafa verið um sjávarútveg á íslandi s.s. mynd Magnúsar Guðmundssonar Reclaiming Paradise? (1993), Verstöðin ísland (1993), Afsíldinni öll erum orðin rík (1989), og íslendingurinn oghafið (1978). Það verður ekki annað sagt en að á þeim miðum ríki koppalogn sem er í algerri andstöðu við fréttatíma allra ljósvakamiðla, þar sem miklir hags- munaárekstrar, þjóðríkjadeilur og sagnir af persónulegum harmleikjum eru nánast daglegt brauð. Við höfum hins vegar séð að heimildarmyndir sem hafa í sér ákveðinn gagnrýnisbrodd falla í grýttan jarðveg hjá íslenskum áhorfendum. Er því ekki óvarlegt að áætla að hlutur áhorfenda í að lygna sjóinn sé nokkur og því frekar ástæða að mati fjölmiðlanna til að mæta kröfu um þægilega goðsögn í mynd, en sárindi hversdagsins. TMM 1995:4 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.