Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 16
Það er ekki aðeins að við skiljum merkingu orðanna, heldur finnum við af svip málsins hvernig beljandi fljótið æðir fram, byltist og breiðir úr sér í tortímingar-fögnuði. Hyggjum að orðinu ólgandi, þar sem bráðlátur ofsinn dynur yfir strax í íyrsta atkvæði. Og síðan kemur orðið velturl Hvaða orð líkrar merkingar gæti komið í þess stað? Segjum t.d. byltist, þar sem aðal- samhljóðarnir eru hinir sömu. Hvílíkur regin-munur! Finnum hvernig e-hljóðið í veltur breiðir úr flaumnum; og þegar It fylgir á eftir, magnast hraðinn, og allur svipur orðsins verður hamslaus. Og sjáum muninn, hvort endingin er -isreða -ur, þessi wr-ending gerir fas orðsins stórlátara, dramb- samara, miskunnarlausara. Og ekki er það út í bláin að tvítaka dapurt og ömurlegt a-hljóð í línulok, þar sem tvítekið létt i-hljóð undirbýr það sem hófieg andstæða í lágkveðu á undan: „yfir sanda;" Flytjandinn þarf að hafa hugleitt þá mynd sem Ijóðið bregður upp af hólmanum lága, prýddum viðkvæmum gróðri, sem getur varizt þeim skelfi- legu eyðingar-öflum, sem að honum sækja og hafa herjað svo á blómlega sveit umhverfis, að þar blasir við auðn og tortíming á alla vegu. Hann þarf að hafa orðið hugfanginn af þeim skáldskap sem að baki býr: Hvílíkt undur, að íslenzk þjóð og íslenzk menning, allt sem íslenzkt er og einhvers virði, skuli svo lengi hafa staðizt það voðalega andstreymi sem á hefur dunið! Sá huldi verndarkraftur, sem þar hefur hlíft og hlífa mun, er sú ræktarsemi sem einhvern tíma var kölluð ættjarðarást, sú kennd sem Gunnari bjó í brjósti þegar hann sneri aftur og sagði: Fögur er hlíðin. Lítum hins vegar á línu Jóns Helgasonar: Á himni ljómar dagsins gullna rönd; Ætla mætti, að útlendingur, sem aldrei hefði heyrt íslenzka tungu nefnda, hlyti að hrífast af þessari línu. Skoðum hana ögn nánar! Tökum eftir fjölbreytninni í sérhljóðunum: Áherzlu-sérhljóðarnir eru: i — ó — a — u — ö, engir tveir þeir sömu. En í áherzlulausu endingunum koma i og a reglulega til skiptis. Sérhljóðaskipanin ein veldur nokkru af þeirri sæld sem merkingu orðanna fylgir. Nefhljóðunum mn í himni fylgir mýkt og velþóknun; og Ij á milli sérhljóða, og rödduðu samhljóðin nd í línulok, eru meðal fegurstu málhljóða tungunnar. En r-in tvö og tvöfalda Z-ið í gullna veita línunni styrk og festu. Hvað sem þessi ljóðlína merkir, stafar frá henni mildum ljóma og í senn karlmannlegri bjartsýni þess starfsglaða manns sem veit þá gjöf bezta, „að góður vinnudagur færi í hönd". Lítum enn í aðra átt. Hvernig yrði viðureign skips og sjóa betur lýst en í þessari ljóðlínu Guðmundar á Sandi: 14 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.