Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 16
Það er ekki aðeins að við skiljum merkingu orðanna, heldur finnum við af
svip málsins hvernig beljandi fljótið æðir fram, byltist og breiðir úr sér í
tortímingar-fögnuði. Hyggjum að orðinu ólgandi, þar sem bráðlátur ofsinn
dynur yfir strax í fyrsta atkvæði. Og síðan kemur orðið velturl Hvaða orð
líkrar merkingar gæti komið í þess stað? Segjum t.d. byltist, þar sem aðal-
samhljóðarnir eru hinir sömu. Hvílíkur regin-munur! Finnum hvernig
e-hljóðið í veltur breiðir úr flaumnum; og þegar It fylgir á eftir, magnast
hraðinn, og allur svipur orðsins verður hamslaus. Og sjáum muninn, hvort
endingin er -ist eða -ur, þessi wr-ending gerir fas orðsins stórlátara, dramb-
samara, miskunnarlausara. Og ekki er það út í bláin að tvítaka dapurt og
ömurlegt a-hljóð í línulok, þar sem tvítekið létt z'-hljóð undirbýr það sem
hófleg andstæða í lágkveðu á undan: „yfir sanda;“
Flytjandinn þarf að hafa hugleitt þá mynd sem ljóðið bregður upp af
hólmanum lága, prýddum viðkvæmum gróðri, sem getur varizt þeim skelfi-
legu eyðingar-öflum, sem að honum sækja og hafa herjað svo á blómlega
sveit umhverfis, að þar blasir við auðn og tortíming á alla vegu. Hann þarf
að hafa orðið hugfanginn af þeim skáldskap sem að baki býr: Hvílíkt undur,
að íslenzk þjóð og íslenzk menning, allt sem íslenzkt er og einhvers virði,
skuli svo lengi hafa staðizt það voðalega andstreymi sem á hefur dunið! Sá
huldi verndarkraftur, sem þar hefur hlíft og hlífa mun, er sú ræktarsemi sem
einhvern tíma var kölluð ættjarðarást, sú kennd sem Gunnari bjó í brjósti
þegar hann sneri aftur og sagði: Fögur er hlíðin.
Lítum hins vegar á línu Jóns Helgasonar:
Á himni ljómar dagsins gullna rönd;
Ætla mætti, að útlendingur, sem aldrei hefði heyrt íslenzka tungu nefnda,
hlyti að hrífast af þessari línu. Skoðum hana ögn nánar!
Tökum eftir fjölbreytninni í sérhljóðunum: Áherzlu-sérhljóðarnir eru:
i — ó — a — u — ö, engir tveir þeir sömu. En í áherzlulausu endingunum
koma i og a reglulega til skiptis. Sérhljóðaskipanin ein veldur nokkru af þeirri
sæld sem merkingu orðanna fylgir. Nefhljóðunum mn í himni fylgir mýkt
og velþóknun; og Ij á milli sérhljóða, og rödduðu samhljóðin nd í línulok,
eru meðal fegurstu málhljóða tungunnar. En r-in tvö og tvöfalda l-ið í gullna
veita línunni styrk og festu. Hvað sem þessi ljóðlína merkir, stafar frá henni
mildum ljóma og í senn karlmannlegri bjartsýni þess starfsglaða manns sem
veit þá gjöf bezta, „að góður vinnudagur færi í hönd“.
Lítum enn í aðra átt. Hvernig yrði viðureign skips og sjóa betur lýst en í
þessari ljóðlínu Guðmundar á Sandi:
14
TMM 1995:4