Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 24
meðalmennskunnar séu ekki aðal mannlífsins heldur sjaldhafnarflíkur
karlmennskunnar: hið persónulega fullveldi einstaklings er horfist ótrauður
í augu við ábyrgð sína á eigin lífi og velferð heimsins og skapar sér þá sérstöðu
í orðum og háttum sem er nauðsynleg til að brjóta af sér viðjar affurhaldsins,
„ins hrörnaða, lúna“ (115).
m. Hið illa
Þótt Stephan G. reyndi sjálfur að eyða öllum efasemdum um að hann væri
annað en „heiðingi og aþeisti“ (LII) hefur staðið í ýmsum að kyngja þeirri
niðurstöðu. Nordal leitast við að sannfæra lesandann, af miklum vilja en
naumum mætti, um að uppistaðan í sálarlífi Stephans hafi þrátt fyrir allt
verið „andleg reynsla“, réttnefnd „religiorí', sem léði honum þrek, bjartsýni
og trúartraust (LIX, LXI). Jafnvel Halldór Laxness eignar honum „trú“, þótt
í nokkuð öðrum skilningi sé, trú á hugsjónir og uppþrá.8 Og Emil Guð-
mundsson hefur af miklum vísdómi bent á tengsl Stephans við amerískar
fríkirkjuhreyfingar á ofanverðri 19. öld, ekki hvað síst hugsjónir únítara er
hann hallaði sér að eftir að hafa sagt skilið við lúterska söfnuðinn.9 Ekkert
er athugavert við sagnfræði Emils, en hitt er jafnljóst að íslenska menning-
arfélagið, sem Stephan tók þátt í að stofna 1888, gekk miklum mun lengra í
„þankalausræði og sjálfgjörri trú“ (eins og Espólín hefði orðað það) en
frjálslyndustu únítara hefði dreymt um. Raunar stóð þar ekkert eftir af trú
nema hin yfirfærða merking sem Nordal og Laxness leika sér báðir að og
breytir því ekki að Stephan var sannur trúleysingi, heiðingi, í hinum hvers-
dagslegasta skilningi.
Ég nefndi hér áðan að rótin að guðleysi Stephans hafi einkum verið
siðferðileg. Friðþægingarkenning kristninnar brýtur þannig þverlega í bág
við hina ríku réttlætiskennd hans, þá kennd sem Sigurður Trölli lét svo í ljós
„að allir ætti / á eigin trú sem hönd að bjargast“ (50). Að ég geti hafið mig
upp „úr tapinu hér með að trompa upp á það, / sem tekur við, þegar ég dey“
(136) er Stephani óskiljanlegt, ósiðlegt. Maður verður að borga eigin skuldir
sjálfur. Og hyldýpi bölsvandans (óhrjáleiki heimsins andspænis meintri al-
gæsku og -visku guðs) varnar þeim Stephani og Trölla vegar að kennisetn-
ingum kristninnar:
Öll óhöpp hlutu hans vilji að vera,
sem varnarlausum mönnum farga (53).
En „ið góða“, ég tala nú ekki um hið algóða, gat enga sök hafa átt við Gest,
22
TMM 1995:4