Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 102
sterk og linnti ekki blaðaskrifum um hana fyrr en rúmu ári eftir sýningu
hennar í Ríkissjónvarpinu. Vildu margir meina að myndin væri eingöngu
gerð landsbyggðarfólki til háðungar.
Kvikmyndað fólk í fátækari löndum
Frá því að Ríkissjónvarpið hóf útsendingar sínar árið 1966 hafa verið gerðir
tugir ef ekki hundruð þátta í fátækari ríkjum heimsins og það af ýmsu tagi.
Stöð 2 hoppaði síðan upp á vagninn 1986. Hin síðari ár hefur það verið
áberandi að fréttamenn hafa slegist í för með mannúðarsamtökum s.s. eins
og Rauða Krossinum og gert þætti um hjálparstarf og ‘ástand’ mála í við-
komandi ríki. Einnig hefur nokkuð verið gert af þáttum um svokallað
þróunarstarf íslendinga í nokkrum ríkjum Afríku s.s. eins og ísland Afríka:
Þróunarstarf í Namibíu (1993). Þessir þættir, ásamt þeim sem unnir eru af
lausráðnu starfsfólki, eiga það sameiginlegt að vera unnir á tiltölulega
skömmum tíma og bera þess augljóslega merki. Ég veit t.a.m. ekki um neina
mynd á íslandi sem hefur verið gerð á nokkurra ára tímabili, þar sem
þáttagerðarfólkið hefur búið í ríkinu, á meðal fátæks fólks eða þátttakenda
í þróunarverkefnum fslendinga og skrásett lifnaðarhætti þess. í þessum
heimildarmyndum eru viðtöl sem tekin eru við fólk oftar en ekki formlegar
uppstillingar og jafnframt oft möppudýr tekin í viðtöl, sem gefa myndunum
yfirbragð þekkingar og kennivalds. Hið sama má segja um þá rödd sem talar
yfir myndskeiðunum, „rödd Guðs“, hún er algeng lausn í íslenskum heim-
ildarmyndum frá fátækari ríkjum, sem vekur m.a. upp spurningar um
þekkingu og kennivald fjölmiðlamanna eftir nokkra daga dvöl í landinu.
Tímaskort á vettvangi má oft rekja til fjármagnskorts íjölmiðlanna og veit
ég að menn yrðu sælli með rýmri stundir til að vinna að þáttagerðinni. Það
er hins vegar engin trygging fýrir því að gerðar séu betri myndir á mælikvarða
þekkingar eða jafnvel siðferðilegrar umræðu. Þannig hefur t.a.m. kvik-
myndagerðarmaðurinn Ousmane Sembéne frá Senegal gagnrýnt franska
kvikmyndagerðarmanninn Jean Rouch fyrir að sýna fólk í Afríku eins og
skordýr. (Stoller 1992:2) Rouch þessi hefur hins vegar eytt yfir 40 árum í
Afríku við kvikmyndagerð og verið helsti talsmaður þess að kvikmyndagerð
eigi að vera og bera þess merki að um samvinnuverkefni sé að ræða. Annað
atriði sem Rouch hefur lagt áherslu á í kvikmyndagerð sinni er að kvik-
myndagerðarmaðurinn sjálfur sé sýnilegur í verkinu, ekki sem hinn alvitri
Guð, heldur maður/kona með myndavél sem leitar eftir sambandi við fólk
og vill kynna okkur, áhorfendum, ákveðna hlið á lífi þeirra og hvernig
hlutirnir snúa gagnvart þeim. Hvernig þau sjá heiminn. (Rouch 1975) (Þrátt
fyrir ríka samvinnu við gerð myndanna s.s. undirbúning og tökur þeirra,
100
TMM 1995:4