Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 96
300 V u
um hætturnar sem ógnuðu tilvist íslenskrar menningar var mikilvægari.
Þetta atriði var svo mikilvægt að það er lögfest hlutverk Sjónvarpsins að
vinna að andspyrnunni. (sbr. útvarpslög) Upphafsmenn Ríkissjónvarpsins
lögðu þar með strax mikla áherslu á menntunarlegt gildi miðilsins s.s. gerð
heimildarmynda2 um land og þjóð.
Annað atriði sem ég vil neftia í þessu sambandi er að almennt innan
sjónvarpsfyrirtækja virðast ríkja þau viðhorf að sætta þurfi ólíkan smekk
fólks, að brúa þurfi bil milli aldurshópa, mismunandi menntunarstig og
fleira í þeim dúr. Afleiðingin er sú að lítið svigrúm reynist til annarskonar
kvikmyndagerðar en hefðin segir til um (Crawford og Turton 1992:260).
Útkoman er því ákveðin vantrú á áhorfendum sem vitibornum manneskjum
og sést það hér á landi t.d. á því hvernig heimildarmyndir eru almennt
matreiddar — á mjög hefðbundinn hátt er varðar form og stíl, þær þurfa að
vera skemmtilegar (jákvæðar) og útkoman verður gagnrýnislaus framleiðsla
sem er ætlað að fræða og mennta.
Ég vil halda því fram að þessi tengsl miðilsins við markmiðin (þ.e. andsvar
við ameríkaníseringu og menntunarlegt hlutverk þeirra) hafi mótað mjög
þá siðferðilegu hugsun sem býr að baki heimildarmyndagerð hér á landi.
Með tilliti til þess að íslensk kvikmyndaframleiðsla er (og á að vera) til heilla
fyrir Islendinga sem þjóð og með aðgreinda menningu, þá virðist litið svo á
að hlutverk fjölmiðlamannsins sé svo mikilvægt að réttur einstaklingsins í
íslensku samfélagi er oft fýrir borð borinn. Hér á ég ekki við að íslenskir
fjölmiðlamenn séu að ryðjast inn á heimili fólks og krefja það um viðtal
vegna þess að málstaðurinn sé svo góður. Hugsunin er frekar sú að fjölmiðla-
menn virðast oft ekki íhuga þann möguleika við gerð á heimildarmynd að
þeir hafi siðferðilegum skyldum að gegna við þátttakendur í myndinni og
að nauðsynlegt sé leita eftir samþykki þeirra fýrir þátttöku. Heimildarmynd-
ir á íslandi eru oftast gerðar undir því yfirskini að þær gæti hlutleysis og að
veruleikinn sé sýndur eins og hann raunverulega er.3 Því er ekkert rúm fyrir
siðferðilegar vangaveltur t.a.m. hvort leita eigi eftir leyfi til þess að mynda
fólk (sjá Ruby 1988; Pryluck 1988) vegna þess að á engan er hallað, myndin
er „heimild", „hlutlaus skráning" og án gildisdóma.
Ef við hugum að síðara atriðinu, um tengsl áhorfenda og heimildar-
mynda, má segja að siðferðislegar skyldur fjölmiðlamannsins við almenning
séu mjög sterkar. I greinargerð með ályktun Evrópuráðsins um siðferði í
blaðamennsku (sem á við um flesta fjölmiðlun) segir í blaðagrein að „fjöl-
miðlar ættu ekki að líta á upplýsingar sem tilgang í sjálfu sér,..., heldur sem
leið til að stuðla að þroska einstaklinganna og þjóðfélagsins í heild.“ (Páll
Þórhallsson 1994:10) Og í skrifum Sigurðar Kristinssonar heimspekings um
siðareglur íslenskra blaðamanna segir að fjölmiðlamenn hafi þá frumskyldu:
94
TMM 1995:4