Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 41
Nokkru fyrir aldamótin hafði borið á vaxandi andúð gömlu innflytjend-
anna á þeim nýju, bæði vegna þess hve þeir síðarnefndu voru fjölmennir en
einnig vegna þess að þeir voru af öðrum uppruna. Þessi andúð birtist meðal
annars í fjölda opinberra rannsókna sem áttu að leiða í ljós menntunarstig,
vinnusemi, verðmætamat, glæpahneigð og jafnvel líkur á geðveiki meðal
innflytjenda af ólíku þjóðerni. Skýrslur þessar leiddu til þess að sett voru lög
árin 1917 og 1920 sem tryggja skyldu lágmarksmenntun þeirra sem fengu
landvistarleyfi og takmarka þar með straum nýju innflytjendanna. Spurn-
ingin var, eins og einn forsvarsmaður The Boston Immigration Restriction
League (samtök um takmörkun innflytjenda) orðaði það, hvort landið ætti
að „vera byggt fólki af breskum, þýskum og norrænum uppruna, sjálfstæðu,
ffamtakssömu og framsýnu fólki, eða af slavneskum, suðrænum, og aust-
rænum kynstofnum; frumstæðu, frumstæðu og framtakslausu fólki“.15
Allen French var sjálfur af ætt gömlu innflytjendanna. Forfeður hans
sigldu frá Englandi til Bandaríkjanna árið 1636 og höfðu niðjarnir búið
óslitið í Massachusetts síðan.16 Skrif French um „hinn norræna mann“
benda til að hann hafi litið á íslendingasögurnar sem einskonar tákn er gæti
sameinað þjóðarbrot gömlu innflytjendanna og sýnt jafnframt fram á yfir-
burði þeirra gagnvart nýju innflytjendunum. Markmið hans er ekki að troða
hetjubókmenntir Grikkja og Rómverja í svaðið. Ljóst er af formálanum að
honum þykir mikið til þeirra koma. Atlaga hans beinist fremur að mannorði
suðrænna innflytjenda; hann notar vitnisburð Njáls sögu til að kasta rýrð á
heiðarleika, gestrisni og vinnusemi þessa fólks. Að því leyti eru textatengsl
milli Heroes of Iceland og rannsóknanna sem gerðu grein fyrir lífsháttum
fátækra, ómenntaðra innflytjenda í Bandaríkjunum á fýrstu árum þessarar
aldar.17
Frá öðru sjónarhorni er einnig augljós skyldleiki milli Allen French og
fjölmargra annarra vestrænna rithöfunda sem endurrituðu Eddur og íslend-
ingasögur á nítjándu og fram á tuttugustu öld með þjóðernisleg markmið f
huga. Á þessu tímabili leituðu flestar Evrópuþjóðir að hentugri sjálfsmynd
— eins konar forföður — sem réttlætt gæti tilveru þeirra og þjappað fólki
saman. Margvísleg viðhorf og hugmyndir kristölluðust í viðtökum á íslensk-
um bókmenntaarfi, svo sem lífssýn rómantíkurinnar, lögmálsbundin sögu-
sýn í anda Hegels og nýjar fræðigreinar á borð við samanburðarmálfræði.
Innan þessa flókna textarýmis varð íslenski víkingurinn að forföður breska
nýlenduherrans, Freyr að frummynd hins hreina aría Þriðja ríkisins, Gunn-
arshólmi tákn íslenskrar ættjarðarástar og tungutak Egils Skallagrímssonar
undirstaða norskrar málhreinsunar. Danskir andspyrnumenn í síðari
heimsstyrjöld sóttu sér meira að segja innblástur í sögur af herskáum
TMM 1995:4
39