Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 113
uppurið. Skáldsögur Einars frá tíunda áratugnum eiga líkt og Eyjabálkurinn
allt sitt undir sælulandi frásagnarlistarinnar, hinum kraumandi atburðapotti
uppgripanna, en þær eru íyrst og fremst gagnrýni á hann. Þessar sögur halda
í raun uppi linnulausum árásum á lífæð sína. Og ef gagnrýnin á athafna-
mennina og framkvæmdavitleysuna er hið eiginlega viðfangsefni Kvikasilf-
urs og Heimskra manna ráða, þá mætti einnig snúa því við og segja að þessi
gagnrýni verði athafnafrásögnunum að bráð. Sögurnar eru sagðar til þess
eins að verða gerðar að engu, til að verða gagnrýndar sem „æði“ og vitleysa,
en stöðugleikaramminn sem gagnrýnin gengur út ffá getur á hinn bóginn
ekki starfað án allra æðissagnanna. Því verða tengsl gagnrýninnar og viðfangs-
efnis hennar að einskonar eilífum borðtennisleik. Það er ekki hægt að komast
út úr þessum eilífa umsnúningi gagnrýninnar og þess sem er gagnrýnt.
Frelsi skáldsagna eins og Djöflaeyjunnar fólst ekki síst í því að þessu
víxlverkandi og lokaða sambandi gagnrýni og viðfangsefnis var hafnað. Það
var sett til hliðar og við það opnuðust nýjar leiðir til að segja sögu, til að fást
við viðfangsefni sem höfðu verið skilin mjög einhæfum skilningi um langt
skeið. En nú blasir við einskonar hugsanafangelsi sem dregur furðulega
mikinn dám af því hvernig orðræðan um stöðugleikann er notuð í textum
stjórnmálamanna og efnahagssérfræðinga. Stöðugleikinn er orðinn til vegna
kreppu sem varð til vegna óráðsíu sem er nauðsynleg til þess að skilgreina
stöðugleikann. Án óráðsíu er enginn stöðugleiki. Þannig er heldur engin
gagnrýni á athafnaæðið möguleg án athafnaæðisins. Frásögn og gagnrýni
bíta sporð hvorrar annarrar. Þetta virðist vera pattstaða æði margra íslenskra
skáldsagna á ári stöðugleikans, ekki bara Kvikasilfurs.
Listin og peningamir
Hallgrímur Helgason: Þetta er allt að koma
Ferðin frá sjötta áratugnum inn í þann tíunda, ferðin frá umbrotunum til
stöðugleikans, er eitt meginviðfangsefni skáldsögunnar Þetta er allt að koma
eftir Hallgrím Helgason. Hafi stöðugleikinn verið settur til jafns við aukna
skynsemi í Kvikasilfri, þá fer lítið fýrir svo jákvæðri túlkun í þessari sögu.
Þegar numið er staðar í nútíðinni blasir við mynd hinnar fullkomnu stöðn-
unar. Ekkert er á hreyfmgu lengur. Allt hefur lognast út af í borgaralegri
lognmollu: )VAllt er í öruggum höndum, tilviljun bundin í belti. Mistök
mannkynssögu leiðrétt með lagasetningu. Til að stemma stigu við. Fyrir-
byggjandi aðgerðir. Forvarnarstarf ‘ (bls. 409). Þessi lokatónn er niðurstaðan
af frásögn sem öll snýst um sigurgöngu hinnar borgaralegu meðalmennsku.
TMM 1995:4
111