Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 111
Ný skynsemi
Einar Kárason: Kvikasilfur
Fyrstu skáldsögur Einars Kárasonar, eins og Þar sem djöflaeyjan rís (1983)
og Gulleyjan (1985) voru um margt merkilegri og djúpristari nýjung í
íslenskri bókmenntasögu en oft er haldið fram. í þeim er sagt skilið við
grunnsögu obbans af íslenskum frásagnarbókmenntum áratuganna þar á
undan, bókmennta sem snerust að mestu um að takast á við þann trega sem
hlaust af hvarfi gömlu þjóðfélagsskipunarinnar og innlimun íslensks efna-
hags og íslenskra stjórnmála í hernaðar- og efnahagsskipan kalda stríðsins.
Þessi tregi var ein af ástæðunum fyrir því að hinn frelsandi máttur hins nýja
efnahagsástands effirstríðsáranna, tímabils uppgripanna, varð aldrei fyrir-
ferðarmikið viðfangsefni í bókmenntunum. Sú mynd sem blasir þar við er
mynd firringar, efnistrúar, siðferðilegrar hnignunar og hvarfs menningar-
verðmæta.4 Andspænis þeim var síðan stundum settur valkostur, hið sanna,
fagra og góða sem spornaði við hnignuninni eða þá að hið pólitíska inntak
átti að vísa veginn út úr ósköpunum. Snjöllustu textar tímabilsins bjóða upp
á aðrar túlkanir, verk módernistanna koma hér strax upp í hugann, en
viðtaka þeirra var að miklu leyti byggð á þessum siðferðilegu og pólitísku
hugmyndum.5
Það var ekki fýrr en í lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda sem
raunveruleg aðdáun á þessu uppgripatímabili skaut upp kollinum. Nýjung-
in í frásagnarlist þeirra Einars Kárasonar, Einars Más Guðmundssonar og að
vissu leyti einnig Ólafs Gunnarssonar, fólst ekki síst í því að þessir höfundar
sóttu sér efnivið í sögulegan veruleika sem var í grundvallaratriðum sá sami
og eldri höfundar höfðu stuðst við, en settu hann ekki í siðferðilegt samhengi
tregans, heldur lýstu honum sem „opnu“ tímabili, barmafullu af möguleik-
um. Það mat sem lagt er á tíðaranda sjötta áratugarins í Drekum ogsmáfugl-
um eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og Þarsem döflaeyjan rís eftir Einar Kárason
sem báðar komu út árið 1983, gæti vart verið ólíkara. í skáldsögu Ólafs er
gildum nægjusemi, heilsteypts persónuleika, menntunar, menningar og
gamalla hefða teflt gegn efnishyggju og siðferðilegri „hnignun“ eftirstríðsár-
anna. Hjá Einari er á hinn bóginn borgaralegi siðferðismælikvarðinn settur
til hliðar og eftirstríðsárin gerð að gróteskum suðupotti þar sem nýir mögu-
leikar og nýir straumar leika um samfélagið, opna það og breyta því. Ýkju-
kennd frásögnin segir skilið við félagsleg túlkunarlíkön eða borgaraleg gildi.
Hún stendur einfaldlega á sínum eigin lögmálum sem forðast að troða
atburðunum inn í ráðandi skýringarmyndir félagsvísinda eða hefðbundinn-
ar menningargagnrýni. Hin nýja alþýðumenning er skilin jákvæðum skiln-
TMM 1995:4
109