Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 20
Kristján Kristjánsson Að kasta ekki mannshamnum Um heimspekina í ljóðum Stephans G. Stephanssonar* I. Óskýjuð sól Sumir hafa það fyrir satt að sú spurning er greiðast opni fylgsni hugar manns og hjarta sé hvaða bók hann tæki með sér til langdvalar á eyðiey. Vera má að ég hafi svarað þessari spurningu óbeint fyrir sjálfs mín hönd í upphafi árs er ég valdi mér lesefni að heimanfylgju til langferðar. Fyrirheitna landið var að vísu ekki eyðiey en þó staður þar sem reynslan hafði kennt mér að samskipti mín við annað fólk yrðu harla rýr. Ferðinni var heitið til Taívan að fylgja tengdaföður mínum til grafar; bókin var úrval Sigurðar Nordals úr Andvök- um Stephans G. Stephanssonar.1 Sporgenglar Búdda hola fólki ekki niður í jörðina á klukkutíma eins og við hér heima, þar sem trega heillar ævi er þjappað saman á örskotsstund, heldur drepa þeir sorginni á dreif með viðeigandi munkakirji og nunnu- söngli í svo sem tíu daga áður en að sjálfri lokaathöfninni kemur. Meðan aðrir syrgjendur lásu frá hægri til vinstri um algæsku Búdda, dag eftir dag, las ég því Stephan G. frá vinstri til hægri. Ef til vill var loftslaginu um að kenna; mér hefur aldrei hitnað svo mjög um hjartarætur við lestur þessarar bókar og dagana á Taívan, jafnoft og ég hef þó tekið mér hana í hönd áður. Það sem meira er: Mér upplukust þarna tvenns konar sannindi. Þau fyrri voru að ég hefði aldrei þurft að gefa út ritgerðasafnið Þroskakosti því hjá Stephani væru öll höfuðstef þess þegar lifandi komin: um ábyrgð manna á gjörðum sínum, mannlegan þroska, hlutlægni siðferðilegra dóma og gildi tungunnar fyrir hugsunina.2 Nær hefði verið að borga fyrir smáauglýsingu í dagblöðum: áminningu til fólks um að lesa Andvökur reglulega. Síðari sannindin tengdust staðblænum er lék um mig. Þrátt fyrir þröngbýlið og svækjuna í miðjum borgarysnum, þar sem engin „óskýjuð austan sól / uppljómar dal oghól“ (96) og „svifrúm lífs“ er „þrengt á allar lundir“ (100), þótti mér sem ég sæi drætti Klettafjallaskáldsins marka annað hvert andlit í manngrúanum. Krúnurakaðar nunnur lásu indversk spekimál, þýdd á kín- versku; nýríkir spekúlantar gutu augum á gervihnattasjónvarp á varinhell- unni milli þess sem þeir vottuðu hinum látna virðingu sína á ffamandi tungu 18 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.