Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Page 135
U m r æ ð u r
TMM 2007 · 1 135
c) Samfylkingin hefur náð jöfnuði milli kynja í þingflokki sínum,
d) konur kjósa Samfylkinguna í ríkara mæli en karlar.
Á þessum grundvelli mætti halda því fram að konur kjósi jöfnuð en karlar kjósi
karla og síðan eina konu í nokkuð öruggt sæti. Ekki ætla ég að fullyrða að skýr-
ing mín að karlar kjósi ekki konur sé rétt en skýringin að konur kjósi ekki
konur sé röng. En ég vil taka undir með leiðarahöfundi Morgunblaðsins að
skýringa er þörf. Það er brýnt að fram fari ýtarleg athugun á því hvað valdi
slæmu gengi kvenna og hvað valdi því að okkur gengur mun verr en öðrum
Norðurlandabúum að tryggja jöfnuð kynja á sviði stjórnmála og við opinberar
ákvarðanir. Slík skoðun þarf að taka mið af hlutfalli kynja hjá hverjum stjórn-
málaflokki því ljóst er að þeir standa mjög misjafnt. Í ofangreindri skýrslu
Ólafs Þ. Harðarsonar kemur einnig fram að hlutfall þingkvenna af landsbyggð-
inni eftir kosningar árið 2003 er einungis um 20%, um 33% þingmanna úr
Reykjavíkurkjördæmunum tveimur eru konur og að um 55% þingmanna frá
Suðvesturkjördæmi eru konur. Ljóst er að skoða þarf sérstaklega hvað veldur
svo bágri stöðu þingkvenna frá landsbyggðarkjördæmunum. Þar hafa allir
stjórnmálaflokkar verk að vinna.
Síðari spurning leiðarahöfundar er hvort kjósendur í prófkjörum geri meiri
kröfur til kvenframbjóðenda en karla sem eru í framboði. Ég tek líka undir
nauðsyn þess að við fáum svör við því. En við þurfum einnig að fá svör við því
hvort kynferði einstaklinga í stjórnmálum hafi áhrif á hvernig störf þeirra eru
metin, hvernig um konur og karla er fjallað í fjölmiðlum og hvort viðhorf
okkar til þess hvað telst viðeigandi hegðun sé önnur gagnvart konum í stjórn-
málum en körlum. Voru ekki viðbrögð margra við svokallaðri „Borgarnes-
ræðu“ formanns Samfylkingarinnar svipuð þeim viðbrögðum sem Hillary
Rodham Clinton lýsir í bókinni sinni, þ.e. „svona nokkuð segir maður ekki;
svona nokkuð gerir maður ekki“?
Árið 2003 samþykkti Evrópuráðið í Strasbourg tilmæli til aðildarríkja sinna
um jafnan hlut kvenna og karla í stjórnmálum og í opinberri ákvarðanatöku,
tilmæli nr. 3 frá 2003. Ég sat í sérfræðinganefndinni sem vann tillögurnar.
Hugtakið „jafnt hlutfall kynja“ við opinberar ákvarðanir er þar skilgreint sem
a.m.k. 40% hlutfall hvors kyns. Megintilmælin eru einungis átta, en auk þeirra
er ítarlegur viðbótarkafli þar sem lagðar eru til margvíslegar aðgerðir. Ein af
megintilmælunum átta er að markvisst sé fylgst með þróuninni á þessu sviði
og að reglulega sé unnin skýrsla um stöðu mála. Í viðbótarkaflanum er m.a.
lagt til að sett verði á stofn sérstakt embætti sem hafi þetta hlutverk. Slíkur
starfsmaður gæti þá jafnframt unnið að nauðsynlegum rannsóknum. Með því
að fá svör við spurningum okkar getur fræðsla og áróðurinn sem nauðsyn-
legur er fyrir næstu skref orðið markvissari en ella.