Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 41
39
kvefi, sem gekk um sömu mundir. Má gera ráð fyrir, að honum hafi
stundum verið blandað saman við það. Á dánarskýrslunum eru að-
eins 10 taldir dánir úr kikhósta. En við svo nákvæma athugun, sem
unnt var að gera á þeim gögnum, sem fyrir liggja, telst mér svo til,
að af þeim 41, sem taldir eru dánir úr kveflungnabólgu, hafi 11 raun-
verulega dáið úr kikhósta. Mjög mikið var gert að því að bólusetja
börnin gegn kikhóstanum, og gerði skrifstofa mín sér mikið far um
að fylgjast með árangrinum, en við gátum ekki sannfærzt um, að
hann væri verulegur. Hins vegar verður að viðurkenna, að það er
mjög erfitt að dæma um árangur af slíkri hólusetningu, þegar um
jafnvægan faraldur er að ra'ða og þessi var. En ekki bendir dánar-
taian á g'læsilegan árangur. Yfirleitt virðast bólusetningar gegn kik-
hósta vera enn þá á tilraunastigi og ekki mikil ástæða enn til þess að
nota þær í stórum stíl, meðal annars vegna þess, að hætt er við, að
sumt fólk treysti þeim um of og' sýni andvaraleysi í því að verja ung
börn smitun, sem enn sem komið er virðist skipta mestu máli.
Hnfnarff. Faraldur byrjaði í marzmánuði og endaði í ágúst. 1 barn
n fyrsta ári dó. Veikin virðist ekki hafa verið illkynjuð, því að sárafá
lungnabólgutilfelli eru skráð þessa sörnu mánuði.
Skipaskaga. Berst í héraðið frá Reykjavik, og eru fyrstu tilfellin
skráð í júní. Aðalútbreiðslunni náði veikin í júlí, en þó eru einstök
tilfelli skráð fram á haust. í nokkrum vægustu tiifellunum mun ekki
hafa verið leitað læknis. Veikiu var meðalþung, eða tæplega það,
°g' aðeins 1 barn dó úr afleiðingum hennar. Enda þótt sú reynsla,
sem fengizt hefur af bólusetningu gegn kikhósta, sé vægast sagt mjög
óákveðin og jafnvel neikvæð, var þó ákveðið að gefa fólki kost á slíkri
hólusetningu, enda var áhugi á henni meðal ahnennings, ef vera
kynni, að hún myndi draga úr veikinni. Fræðsla sú, sem veitt var
opinberlega í þessu efni, varð og til þess að auka þann áhuga. Bólu-
setningin fór fram síðara hluta marz og fyrra hluta apríl. Alls voru
hólusett 220 börn, flest á aldrinum 3 mán. til 4 ára, en nokkur eldri,
allt að 6 ára. Gefinn var 1 sm3 af bóluefninu í senn, alls 4 sinnum
með 5 til 7 daga millibili. Sjúkrasamlag Akraness tók þátt i kostn-
nðinum, þannig að það greiddi bóluefnið og % af gjaldinu fyrir verkið.
Arangurinn var neikvæður. Þess varð ekki vart, að bólusettu börnin
sK'ppu við veikina, og' ekki varð séð, að hún yrði vægari í þeim, en
oð vísu voru fá óbólusett börn til samanburðar.
Borgarff. Faraldur gekk allt sumarið, júní—október. Bólusett voru
' úndega 100 börn, flest sprautuð 4 sinnum. Veikin var yfirleitt væg,
°g var það þakkað bólusetningunni, en ekki verður sagt um það með
vissu, vegna þess hve fátt er til samanburðar. 2 börn dóu, annað
óbólusett, hitt bólusett fyrir 4—5 mánuðum.
Borgarnés. Kom hingað í maí og var viðloða út árið. Þegar hafizt
handa um varnir með bólusetningu. Alls voru 185 börn bólusett. Er
skemmst af að segja, að bólusetningin gaf góðan. árangur. Börnin
veiktust að vísu, en miklu vægara en ég hef áður séð, mörg fengu
aðeins snert af sogi i örfá skipti og mörg ekkert sog. Hefur sjálf-
sagt ýmisleg't af kikhósta lent undir kvef í skýrslunum, bæði sem
ég hef aðeins séð sem kvef í byrjun, og eins annað, sem týpisk ein-