Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Side 57
55
Sjúklingar raeð sýfílis voru samals á árinu 95 að tölu og nærri
lielmingi fleiri en árið áður (52). Af þeim voru 19 konur, en 76 karlar.
Konurnar voru allar innlendar, en af körlunum voru 20 útlendingar.
Hinu sama gegnir um þennan sjúkdóm og gonorrhoea, að ég hef ein-
ungis talið fraiu þá sjúklinga útlenda, sem sjúkdómurinn hefur ekki
verið greindur í áður. Auk þeirra hefur komið til mín fjöldi útlendra
sjómanna með einkaskírteini sín til að fá framhaldslækningu. Af 44
sjúldingum með s. primaria luku 28 algerlega lækningu og eru sero
2 sjúklingar fluttust út á land og munu hafa fengið lækningu þar.
10 útlendingar fóru af landi burt. 4 sjúkiingar höfðu ekki lokið ladcn-
ingu um áramótin. Af 49 sjúklingum með s. secundaria höfðu 34
lokið lækningu um áramót og voru sero -=-. 3 sjúldingar fluttust úl
á land. 6 útlendingar fóru af landi burt. 6 sjúlclingar hafa ekki
lokið lækningu. 1 sjúklingur með s. tertiaria og 1 með s. congenita
voru sero -j- við áramót. Af 56 körlum íslenzkum sýktust 12 hér á
landi, en 44 erlendis, Iangflestir í enskum hafnarborgum. Eins og ég
gat um í síðustu skýrslu minni, jókst smithætta í enskum borgum,
strax eftir að stríðið hófst, og' á þessu ári hefur hún aukizt enn til
mikilla rnuna, eins og skýrsla mín ber með sér. Af stúlkunum 19 eru
líkindi til, að 4 hafi smitazt af setuliðsmönnum, en 15 af innlendum
mönnúm.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Lekandasjúklingum fer sífækkandi. Hin nýju súlfalyf eiga
vafalaust sinn mikla þátt í fækkuninni, þar sem sjúkdómurinn er nú
orðinn miklu viðráðanlegri en áður. Aftur á móti virðist sárasótt fara
sílfellt í vöxt. Tiltölulega margir innlendu sjúklinganna töldu sig smit-
aða í erlendum hafnarbæjum. Einn sárasóttarsjúklingurinn hafði auk
sárasóttarinnar bæði linsæri og lekanda.
Ilafnnrfj. Lekandi: Allt skráðra sjúklinga karlar, engin kona, allir
islenzkir. Sárasótt: Allir skráðir sjúklingar íslendingar.
Borgarnes. Enska setuliðsstjórnin tilkynnti snemma á árinu, að
bermaður einn hefði smitazt af gonorrhoea við samfarir við stúlku
hér i þorpinu. Voru upplýsingar fvrst svo óljósar, að ekki varð af
þeim ráðið, hver stúlkan væri, en samkvæmt nánari viðbótarupplýs-
ingum hafðist uppi á henni. Var hún send til Reykjavíkur til rann-
sóknar, en reyndist ósjúk.
Olafsvikur. Engir kynsjúkdómasjúklingar skráðir hér á árinu nema
40 ára karlmaður með lues tertiaria (er reyndar ekki skráður á mán-
nðarskrá).
Stykkishólms. Kynsjúkdómar hafa eigi gert neitt var við sig í hér-
aðinu á árinu. Hefur þetta hérað sloppið einkennilega vel undanfarin
ár við þessa sjúkdóma, þó að eigi g'eti kallazt langt á fiskisælustu
Jniðin.
Dala. Hef ekki orðið kvnsjúkdóina var, síðan ég koni.
Bildndals. 3 sýfílissjúklingar, er voru til meðferðar síðastliðið ár,
voru endurskráðir. 3 útlendir sýfílissjúklingar hafa leitað læknis á
árinu.
Isafj. Lekandi: 2 innlendir. Sárasótt: 2 útlendir og 3 innlendir, og
er það stórkostleg aukning frá fyrri árum, þar sem annað hvort hefur