Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Side 103
101
Drengurinn skrámaðist illa í lófa og á fingruin. Drengur, 5 ára, koni
hlaupandi að, þar sem verið var að niala í beinakvörn. Stakk hann
hendinni niður í hana, án þess að eftir væri tekið. Sneiddust nær 2
kögglar framan af vísifingri hægri handar. Kona miðaldra datt af
hestbaki, kom niður á höndina og hlaut af fract. radii. Kona A'ar að
kljúfa mó með exi. Hjó hún nær framan af þumalfingri vinstri hand-
ar. Piltur um tvítugt hentist af hestbaki, hjóst bak við eyrað.
Distorsiones & eontusiones 10, fract. costae 2, vulnera incisa 5, cor*-
pora aliena oculi 2.
Öxnr/j. Lux. humeri 1 (kerling datt á túni), cubiti 1 (piltur i leik),
fract. tibiae 1 (drengur datt úti við), radii 1 (barn datt), ulnae 1 (barn
datt). Barn datt út af palli bifreiðar og rotaðist alvarlega. Annað
sinn sópuðust 7 börn út af bifreiðarpalli og brotnuðu nokkrar tenn-
ur í 1 þeirra, auk þess sem það féklc nokkur sár á andlit. Urmull
barna er á Raufarhöfn, en Htið um bifreiðir. Sækja þau svo á þær
og hlaupa á, oftast án þess að bifreiðarstjóri viti, að oft liggur við
voða. Nokkrir drengir slógu eldi í benzín, sem farið hafði niður og
kviknaði í fötum eins, en tókst fljótt að slökkva, þó brann hann
allmikið á fótlegg. Nærri lá, að eldurinn kæmist í benzíntunnu, sem
stóð 3—4 metra frá íbúðarhúsi. Einkennilegt og slæmt slys varð,
sem hér segir: Ungur maður tók upp tuggu af stórvöxnu sáðheyi
og ætlaði að lykta af. Honum fannst eitthvað fara upp í annað auga
sitt, cn hafði þó lítil óþægindi af í fyrstu. Hann kom hingað eftir
rúma 2 sólarhringa og gat þá talið fingur í 50 sm fjarlægð, en ekki
meira. Full sjón var og er á hinu auganu. Ekkert corpus alienum
var i auganu að linna, enda ekki líklegt, að væri eftir útliti, þótt
nokkuð injicerað væri. Eg gat ekki séð ör eftir perforatio, enda hafði
vont Ijós, en auðsætt var, að hún hafði orðið. Hefur örmjór harð-
or oddur af strái stungizt aftur í lens, og hafði maðurinn cataracta
traumatica. Hann fór þegar á fund sérfræðings, sem sýndist ekki að
gera neitt í bráð.
Vopnafj. Kona, 56 ára, skaðbrenndist og dó 6 sólarhringum síðar
af afleiðingum brunans. Var ein heima og mun hafa ætlað að lífga
ehl í eldavél og hellt olíu inn á glæðurnar. Gaus eldur fram úr vél-
inni og læsti sig í föt hennar, en hún náði ekki að slökkva í þeim.
Hljóp hún þá i'it, en hvassviðri var, og magnaðist eldurinn, er út kom.
I’jónn á Esju fannst meðvitundarlaus á eldhúsgólfinu — epilepsia.
Er læknir kom út í skipið, var hann meðvitundarlaus að kalla. Virtist
hafa fract. c.ranii — ossis occipitalis. Þar eð skipið var ferðbúið, ákvað
skipstjóri að sigla áfram með manninn. Að sögn kom við rannsókn
síðar í Ijós fract. sterni. Barn á 2. ári skaðbrenndist á hálsi og brjósti.
Helltist yfir það sjóðandi vatn úr völtum potti, sem móðir jress var
að færa tií á eldavél. A'nnað barn brenndist allmikið á hálsi. Helztu
meiðsli annars: Fract. humeri complicata 1, humeri 1, radii 4, costae
5» cranii 1, ossis metatarsi 1, phalangis digiti 1. Vulnera incisa &
caesa 13, contusa 5, puncta 2, contusiones 10, distorsiones 2,
ambustiones 6, corpora aliena corneae & conjunctivae 6, oris 1, cutis
& subcutis 2.
Seyðisfi. Mesta slysi varð 6 ára drengur fyrir 5. september, er loft-