Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 124
122
('O salerni, 200 býli), mest kaggasalerni, um 10—12 vatnssalerni, og ber
það salernamenningu héraðsins ekki gott vitni.
Bíldudals. Ástandið svipað og áður, en nýjum og vönduðum húsum
fer þó stöðugt fjölgandi. Talsvert skortir á, að umgengni og hreinlæti
utan húss og innan sé í góðu lagi. 4 íbúðarhús úr vandaðri stein-
steypu með vikureinangrun eru nú í smíðum hér á Bíldudal, og eitt
gott íbúðarhús var byggt í Reykjarfirði, upphitað með hveravatni. Tals-
vert hefur verið unnið að gatnagerð og viðhaldi eldri gatna. 9 hús
hafa fengið skolpveitu á árinu.
Flateyrar. Fátt verið byggt af húsum í héraðinu. 2 byggð á Flateyri
og 2 á Súgandafirði, en ekkert í sveitunum. Byrjað var á sameiginlegri
skolpveitu fyrir allt Flateyrarkauptún. Lögð var höfuðleiðslan út í
sjó og' byrjað á helztu götuleiðslum út frá henni. Langt er enn í land,
þar til öll hús í kauptúninu eru komin í samband við þessa leiðslu,
en að því er stefnt, enda hægara um vik að byg'gja við, þegar höfuð-
leiðslan er komin. Upphituð sundlaug var byggð hér á Flateyri á ár-
inu. Til upphitunar er notað kælivatn frá mótorum hraðfrystihússins.
Hefur það reynzt fullnægjandi hitun, nema þegar kaldast er að vetrin-
um. Hitinn er ókeypis, enda engum að notum, áður en farið var að
nota hann á þennan hátt. Við það bætist, að íshúsið bj'ggði laugina
og gaf þorpsbúum hana til afnota.
Hóls. Á þessu ári hefur loks vatnsleiðsla komizt á í Bolungarvík.
Fólk hafði áhuga á því, að þetta þrifnaðar- og menningartæki kæmist
á í þorpinu, en efnahagur þorpsbúa var ekki svo góður, að málið næði
fram fyrr en nú. Að visu hefur orðið að taka stórt lán til fyrirtækisins,
en vonandi leysist það allt saman farsællega í framtíðinni. Vatnið er
tekið úr Tunguá og leitt um 3 km vegalengd. Samhliða vatnsleiðsl-
unni er gerð skolpleiðsla frá húsum i Bolungarvík til sjávar. Ekki var
þetta mannvirki fullgert á áramótum, og eitthvað hafði borið á mis-
tökum, en von manna er, að þetta verði þorpinu til mikils menningar-
og þrifnaðarauka. Ein steinbyg'ging hefur verið reist í þorpinu á þessu
ári. Sjómenn höfðu til þessa tíma beitt lóðir sínar og geyjnt veiðarfæri
hér og hvar í timburkuraböldum og verbúðum, er ekki voru lengur
notaðar til íbúðar. Nú var á þessu ári byggð mikil steinbygging, er koma
á i stað hinna fyrrnefndu timburkumbalda handa beitingarmönnum
að vinna í. Byggingin er löng, en fremur lág og hólfuð sundur, svo
að hver skipshöfn verður fyrir sig. Ofnar eru í hverju hólfi og vatns-
kranar. Ætti þetta að verða til aukins þrifnaðar og ekki ósennilegt,
að það bæti um heilsu sjómannanna. Við hinn bætta þrifnað, er þessu
fylgir, má gera ráð fyrir, að hinar tíðu ígerðir og fingurmein á sjó-
mönnum hér muni eitthvað réna. Flestar skipshafnirnar munu komast
fyrir í þessari byggingu. Þess hefur áður verið getið i ársskýrslum,
að sumt fólk vildi hengja hryggi og annan úrgang úr fiski til þurrk-
unar utan á íveruhús og skúra við alfaraveg til lítillar prýði fyrir
]>orpið. Nú er þessum ósið alveg hætt.
Isafj. Stórvandræði hafa stafað af húsnæðisleysi í bænum. 1 her-
bergi og eldhús er látið nægja handa 3—5—8 manna fjölskyldu, og
þykir gott, ef slíkt fæst í kjallara eða í hálfgerðum útihúsum. En nú
er hafizt handa um byggingu á hér um bil 40 íbúðum, og mun eitt-